Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1990, Page 230
Þórir Kr. Þórðarson
tryggir framhaldslíf verksins meðal viðtakendanna og endumýjar tungur
þær sem þýtt er á.18
Endurnýjun móðurmálsins
Þýðing sem verður til við gagnvirkni tungumáls frumtextans og málfars
þýðandans endurnýjar móðurmál hans, eykur við það, yngir það upp.
Lúther skóp þýskt ritmál með biblíuþýðingum sínum (hann fór út á stræti
og torg og spurði fólk hvemig það myndi tjá þetta eða hitt á sínu
málfari19) Og álitið er að hið mikla skáld Friedrich Hölderlin (1770-
1843) hafi auðgað þýska tungu með þýðingum sínum. íslenskt ritmál varð
til með svipuðum hætti. í þýðingum helgum, sem eru upphaf
bókmenntastarfs á íslandi, tókst glíma milli latínunnar og mælts íslensks
(norræns) máls. Úr varð hið fagurhljómandi tónfall hómilíubókanna og
elstu fræða kristinna á íslandi. Hins sama verður vart meðal Rómverja.
Þeir lögðu höfuðáherslu á þýðingar í skólastarfi sínu, ekki síst til þess að
auðga sitt eigið tungumál.20 Enska biblíuþýðingin frá 1611, King James
Bible, sem er eitt mesta listaverk enskrar tungu (og eina listaverkið sem
samið hefur verið af nefnd!), var gerð á mikilli þýðingaöld í enskum
bókmenntum. Það voru þýðingar á ensku á 16. og 17. öld sem gerðu
tunguna að því fjölradda og ómþýða hljóðfæri sem náði fullkomnun í
verkum Shakespeares.21
Saga íslenskra bókmennta hófst með þýðingarstarfi. A fyrstu öld búsetu
norrænna manna á íslandi voru tveir siðir í landi: hinn germanski siður
og hinn kristni siður frá Bretlandseyjum og sunnan úr löndum frá
höfuðstöðvum menningarinnar við Miðjarðarhaf, í Frakklandi og á
meginlandi Evrópu. En hið fyrsta upphaf íslenskra bókmennta voru
útleggingar eða skýringar bóka á íslensku máli.22 Nefndust þær þýðingar
18 W. Benjamin, ívitnað rit, s. 55.
19 Konan mín bendir mér á að nú á dögum dugar það ekki lengur „að fara út á stræti og
torg” eða hlýða á viðtöl í sjónvarpi. Þar er hið fagra „ógeðslega smart” og skondinn
náungi er „algert æði.”
— Um kenningar Lúthers um þýðingar sjá: Martin Luther, Sendbrief vom
Dolmetschen. Herausgegeben von Karl Bischoff. Tiibingen: Max Niemeyer Verlag,
1965. M.a. þetta: „man mus die mutter jhm hause, die kinder auff der gassen, den
gemeinen mann auff dem marckt drumb fragen, und den selbigen auff das maul
sehen, wie sie reden, und demach dolmetzschen, so verstehen sie es den und
merken, das man Deutsch mit jn redet.” (Bls. 16.)
20 Ástráður Eysteinsson, „Þýðingar, tungumál og nám.” Málfríður: Tímarit Samtaka
tungumálakennara 6, 1, apríl 1990, 5-10, s. 6.
21 Sbr. Ástráður Eysteinsson, „Skapandi tryggð: Shakespeare og Hamlet á íslensku.”
Andvari, 112. ár, 1979, s. 54. Hann vitnar til hinnar merku bókar um
þýðingarvísindi eftir George Steiner, After Babel: Aspects of Language and
Translation, Oxford 1975.
22 Stefán Karlsson hefur frætt mig um merkingu orðasambandsins þýðingar helgar, og
kann ég honum bestu þakkir fyrir það og svo hitt, að hafa lesið ritgerð mína, gefið
mér margar bendingar um það sem betur mátti fara og rætt við mig efni hennar
gagnrýnum anda. En hvað sem missagt kann að vera er á mína ábyrgð, vitanlega. —
Um merkingu orðsins þýðing í fomu máli (=útlegging, skýring), sjá ritgerð Stefáns
hér í heftinu, neðanmálsgrein 24.
228