Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1990, Blaðsíða 232
Þórir Kr. Þórðarson
biblíuþýðingar dagsins ljós, og frægust er Guðbrandsbiblía, 1584. Þarf
ekki að rekja þá sögu hér.27
Samhengi íslenskrar tungu, allt frá fyrstu þýðingum eftir kristnitöku og
íslenskri rithefð bókmenntanna til vandaðs málfars almennings nú á
dögum, t.d. bænda og sjómanna, þarf að varðveita (án þess að málfarið sé
fymt). Hvernig hægt væri að frjóvga tunguna og auðga hana með
íslenskri biblíuþýðingu er mikið rannsóknarefni.
Nýleg doktorsritgerð sýnir tengsl fomíslenskrar bókmenntahefðar við
evrópskar stflhefðir annars vegar og við íslenskan þjóðfélagslegan
vemleika hins vegar.28 Þar er uppteiknaður fyrir sjónum lesandans hinn
auðugi heimur íslenskrar og evrópskrar lærdómshefðar miðalda-
kirkjunnar og veraldlegra mennta, og sýnd tengsl elstu íslenskrar
bókmenntahefðar kirkjunnar og íslenskrar sagnaritunar við evrópskt
lærdómsstarf.
Menn sóttu sér efnivið í evrópska lærdómshefð bókmennta, ýmist til
grískra og rómverskra bókmenntafræða allt frá Platóni og Aristótelesi til
Agústínusar kirkjuföður eða í biblíuskýringar og biblíutúlkun sem
mörkuðu upphaf bókmenntalegra skáldskaparfræða síðari lærdómsmanna,
er rituðu skólabækur sem notaðar vom í Skálholti, á Hólum, í Odda, í
Haukadal og í klaustmm. Rannsókn tengsla þessara fræða við aðferðir
nútímans í biblíuskýringu og þýðingu væri frjótt rannsóknarefni.
Frá 12. og 13. öld em til þýðingar kristinna lærdómsrita sem opinbera
okkur hið tæra málfar þess tíma. Þar em orðaðar frumkenningar
ritninganna og kristninnar á þann veg að til eftirbreytni er. Bækur þessar
voru partur af evrópskri menningu sem ekkert rof var í og íslensk
menning órofa hluti hennar. íslensku þýðingarnar opinbera okkur
heimsmynd íslensku kirkjunnar á 12. og 13. öld. Þar er fjallað um kirkju
og kristni, um hina síðustu tíma og allt þar á milli, á jörðu, á himni og í
helju. Andleg spekt, hófsemi, lítillæti og réttlæti em uppistaða
siðfræðinnar. Þar leitar sálin að hamingjunni og þráir æðstu gæði.
Innihald þessara rita hefur gildi enn í dag, en þó sérstaklega sú fyrirmynd
sem þar er brugðið upp af tæm máli þegar rætt er um hin eilífu
sannindi.29
27 Stefán Karlsson bendir mér á bók Ians J. Kirbys um elstu biblíuþýðingar íslenskar,
Bible Translation in Old Norse, Genf 1986, og kunn er eldri bók hans, Biblical
Quotation in Old Icelandic-Norwegian Religious Literature, Reykjavík: Stofnun Áma
Magnúsonar, 1976. Hermann Pálsson, Edinborg, hefur bent mér á að margt sé
óbeinna tilvísana í bibliúrit í fomsögunum, sem rannsaka þurfi.
28 Sverrir Tómasson, Formálar íslenskra sagnaritara á miðöldum: Rannsókn
bókmenntahefðar. Reykjavík: Stofnun Ama Magnússonar, 1988, mikið rit (462 bls.)
og auðugt að hugmyndum.
29 Rit þetta, Þrjár þýðingar lærðarfrá miðöldum: Eliucidarius, Um kostu og löstu og
Um festarfé sálarinnar, Gunnar Agúst Harðarson bjó til prentunar [íslensk heimspela
III, ritstjóri: Þorsteinn Gylfason] Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, 1989,
barst mér í dag (8.5.90), og get ég því ekki gert efni þess að umtalsefni að sinni.
230