Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1990, Page 233
Eru þýðingar vísindi
Þýðing er bókmenntaform
„Þýðing” er sérstakt bókmenntaform (Walter Benjamin). Þýðing
skáldverks er einhvers staðar mitt á milli skáldskapar og „kenningar” eða
hugvitsamlegrar og röklegrar greinargerðar fyrir innihaldi hins þýdda
texta, þar sem fjarlægð er milli skáldverksins og þýðingarinnar, en í
þýðingunni er reynt að koma hinu skáldlega til skila, neistanum sem í
skáldverkinu felst. „Yfirfærslan” orkar hemjandi á hið skáldlega, og þeim
mun ríkari sem áherslan er á því að gera innihaldinu skil því meir doðnar
hinn upphaflegi skáldskapameisti, en hann er ekki hægt að skilgreina.
Þetta á einnig við um heilaga ritningu. Hinn heilagi sannleikur, sem í
frumritinu er opinbemn, þarf að koina fram í þýðingu en verður samt
aldrei tjáður á hinn sama gneistandi hátt, þ.e. sem upphafleg opinbemn.
Þar tekur því „kenningin” völdin, þótt reynt sé að halda loganum lifandi.
Merkingin milli línanna
Verk er í mjög fljótandi tengslum við merkingu sína. En í þýðingu er
valin merking. Merkingin er ætíð eins og hún væri milli línanna. Því
segir Walter Benjamin (sennilega að hálfu leyti í spaugi) að besta þýðingin
sé „interlinear” þýðing (en þar er orðrétt þýðing prentuð orð fyrir orð
inn á milli línanna í fmmverkinu, línu fyrir línu).30 — Mér hefur alltaf
fundist rit Sprens Kierkegaards vera með þeim hætti að léttleikinn sé
„milli línanna” ef svo mætti segja. Þess vegna hygg ég þau séu að mestu
óþýðanleg á þýsku (nema ef vera skyldi Heinrich Böll).
Þá er eitthvað það við kvæði sem ekki verður höndlað við greiningu
textans eina saman. Dylan Thomas orðar þetta svo:
You can tear a poem apart to see what makes it technically tick, and say to yourself,
when the works are laid out before you, the vowels, the consonants, the rhymes and
rhytms, „Yes, this it it. This is why the poem moved me so. It is because of the
craftmanship.” But you're back again where you began. You're back with the mystery
of having been moved by words. The best craftmanship always leaves holes and gaps
in the works of the poem so that something that is not in the poem can creep, crawl,
flash or thunder in.31
30 W. Benjamín, ív. rit, s. 62. Kenningar Walters Benjamin og Jacques Derrida um
þýðingar voru ræddar í fyrirlestrum á miklu vísindaþingi um þýðingar sem haldið var
í Norræna húsinu í Reykjavík 10.-12. maí 1990 („Oversættelse i Norden — Teori og
praksis.” Nordisk forskersymposium). Kom þar fram hve þýðingarvísindin eru orðin
yfirgripsmikil, t.d. á Englandi, en þaðan var einn fyrirlesaranna, og einnig á
Norðurlöndum.
— Stefán Karlsson bendir mér á skemmtilegt dæmi um íslenska „interlinear”-
þýðingu, miðaldaþýðingu Davíðssálma, sbr. Magnús Már Lárusson, „Vínarsálmar
(Cod. Vind. 2713)”, Sktrnir 1951, og útgáfuna Der Wiener Psalter, Cod. Vind.
2713, herausgegeb. von Heiko Uecker (Editiones Amamagnaeanae, Ser. B, Vol.
27), Kbh. 1980.
31 ívitnun hjá G.N. Leech, A Linguistic Guide to English Poetry, Harlow: Longman,
1969, s. 227.
231