Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1990, Page 234
Þórir Kr. Þórðarson
Táknfræðin og mismunandi gerð biblíuþýðinga
Þegar talað er um þýðingar eigum við venjulega við að þýtt sé úr einu
tungumáli á annað. Én á sviði táknfræðinnar (semiotics) eru til þýðingar
„þar sem boð eru endurflutt með öðrum táknmiðli, t.d. þegar skáldsaga er
kvikmynduð.”32 Einnig mætti geta þess að sálmar Saltarans voru
upphaflega sungnir eða tónaðir, en þegar þeir eru þýddir á bókmál sem
einstaklingurinn les í hægindastól, hefur táknfræðileg yfirfærsla átt sér
stað og sálmamir verið fluttir yfir á annan táknmiðil. Annað dæmi úr
biblíuþýðingum er það að snið sumra nútímaþýðinga þykir ekki henta
upplestri í kirkju, þegar lesa skal textann frá altari, þar sem Biblían hefur
verið þýdd sem bókmenntatexti sem lesinn er í einrúmi eins og hver
önnur bók eða lesinn til trúarlegrar uppbyggingar einstaklings. I
guðsþjónustunni er textinn lesinn upphátt og þarf því að hafa þá eiginleika
hljóms og hrynjandi að hann henti tilefninu. Erfitt getur reynst að
fullnægja báðum þessum kröfum, þ.e. einstaklings og safnaðar, og torvelt
að sigla þar á milli skers og báru. Hins má aftur á móti geta að það em
aðeins valdir biblíutextar sem lesnir eru í messunni, og mætti því gæta
þess sérstaklega að hrynjandi þeirra hæfði upplestri.
Þetta er svipað því sem gerist um leikræna texta. „Leikrit em skrifuð
til að vera leikin, og aðeins á leiksviðinu lifa þau og njóta sín til fulls,”
skrifaði Láms Pálsson eitt sinn um muninn á leikriti sem bókmenntatexta
annars vegar og leiktexta hins vegar.33
Listgrein og vísindi í senn
A vomm dögum em erlend skáldverk, ljóð og leikir þýdd í sívaxandi
mæli. Þýðingar em orðnar að listgrein meðal vor. En gæðin em harla
misjöfn eins og dæmin sanna um sjónvarpsþýðingar og kvikmynda, og því
er þjóðinni nauðsyn að gefa gaum þeim fræðum sem um þýðingar fjalla.
IBM á Islandi og Orðabók Háskólans tóku saman höndum um
ráðstefnuhald miðvikudaginn 24. janúar 1990. Var menntamálaráðherra,
Svavar Gestsson, eins konar vemdari ráðstefnunnar, sem nefndist
„Þýðingar á tölvuöld.”
Þar vom flutt erindi margs konar um þýðingar og þýðingarfræði, sem
er ný grein málvísinda og mannlegra fræða, humaniora. Þar var bent á að
þegar þýtt er öðlist verkið átthagarétt í íslenskri menningu. Jafnframt em
mörk íslenskrar menningar færð út sem nemur hinum þýddu verkum sem
haslað hafa sér völl í samskiptum fólks og hugsun. Því miður er þess ekki
kostur að gera efni ráðstefnunnar skil hér.
Að vera góður þýðandi er náðargáfa. Og margur hefur hana til að bera
án þess að gera sér grein fyrir því. Uppgötvar hana ekki fyrr en hann eða
hún fer að þýða. Góður þýðandi lýkur upp hugskoti sínu fyrir hinum
fjölmörgu merkingum textans sem þýða skal, og hann opnar sig fyrir
möguleikum tungunnar sem þýtt er á. Hann nýtir þýðingarvísindin en
32 Ástráður Eysteinsson, ,J»ýðingar . . .,” s. 6.
33 I vitnunin í: Ástráður Eysteinsson, „Skapandi tryggð ...,” s. 58.
232