Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1990, Síða 237
Eru þýðingar vísindi
þýðingu úr framandi tungumálum. . . [Með þýðingu er] ekki vakinn til lífs á ný sá
andi sem lifði með þeim sem skrifaði, heldur er gerð eftirgerð textans. Hún er byggð á
skilningi þýðandans á því sem var sagt. Engum getur blandast hugur um að hér er um
útleggingu að ræða og ekkert annað. .. Og þótt við viljum vera trú [frumtextanum]
komumst við ekki hjá því að taka erfiðar ákvarðanir. Ef við viljum draga fram í
þýðingu okkar einhvern þann þátt í frumtextanum sem okkur finnst sérlega
mikilvægur, verður það af sjálfu sér á kostnað annarra þátta í honum. Þeir falla þá í
skuggann eða hverfa alveg.37
Með öllum kristnum þjóðum em biblíuþýðingar og endurskoðanir á
gildandi þýðingum alltíðar, þar sem tjáning og málfar breytist með hverri
kynslóð. Svo verður um íslenskar biblíuþýðingar, ef þjóðin ber gæfu til
þess að varðveita með sér þetta höfuðrit vestrænnar menningar og
siðgæðis, að þær munu marka hverri kynslóð nýtt verkefni um túlkun
sanninda og frásagnarlistar, bænaljóða og lofsöngva, siðlegra hvatninga
og áminninga, þannig að hver mannsaldur taki orðin til sín og tileinki sér
þau. Og því setti ég að einkunnarorðum ritgerð þessari orð 12. aldar
prestsins Honoraríusar Augustodunensis í íslenskri þýðingu frá síðari
hluta 12. aldar,38að næstu kynslóðir íslenskar eiga vonandi það fyrir sér,
að vinna að biblíuþýðingum við æ ríkara samstarf biblíufræðanna og
íslenskra fræða, svo að helgar ritningar beri ætíð vitni háleitum
sannindum og kliðmýkt tungunnar.
Summary in English
The question posed by the title of the paper, „Are translations a science
(Wissenschaft)T' is answered by referring to philosophy of linguistics,
translation studies, and the history of translation, while stating that
translation is an art.
When a poem is translated its life is prolonged, but rather as an echo of
the original (Walter Benjamin). The meanings of a text is to a high degree
decided on by the receptors, and fidelity to the original must be
accompanied by faithful attention to the universe of the receptors (Jan de
Waard).
37 Sama rit, s. 362-363. Margt fleira athyglisvert (og ómissandi til skilnings á
þýðingum) hefur Gadamer að segja í framhaldinu, sem ei er rúm að rekja hér.
Eftirfarandi mætti samt bæta við, en þar lýsir Gadamer ritskýringunni sem útleggingu
og útleggingunni sem samtali en samtalinu sem sögulegu og lifandi sambandi eða
samfélagi fyrir milligöngu tungumálsins (s. 366-367): Damit erweist sich das
hermeneutische Phánomen als Sonderfall des allgemeinen Verhaltnisses von Denken
und Sprechen, dessen ratselhafte Innigkeit eben die Verbergung der Sprache im
Denken bewirkt. Die Auslegung ist wie das Gesprach ein in die Dialektik von Frage
und Antwort geschlossener Kreis. Es ist ein echtes geschichdiches Lebensverhaltnis,
das sich im Medium der Sprache vollzieht und das wir daher auch im Falle der
Auslegung von Texten ein Gesprach nennen können. Die Sprachlichkeit des
Verstehens ist die Konkretion des wirkungsgeschichtlichen Bewufitseins.
38 Gunnar Á. Harðarson í „Inngangi,” Þrjár þýöingar lœrðar, s. 23.
235