Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1990, Blaðsíða 239
Ritdómar
Hjalti Hugason og Jón Hnefíll Aðalsteinsson: Trúarhœttir.
Norræn trú, kristni, þjóðtrú. íslensk þjóðmenning V.
Ritstj. Frosti F. Jóhannsson. Reykjavík
(Bókaútgáfan Þjóðsaga) 1988, 489 s.
Bókaflokkurinn íslensk þjóðmenning er metnaðarfull útgáfa og lofsvert
framtak útgefandans. Fimmta bindi hans fjallar um trúarhætti á Islandi og
hefur að geyma þrjár ritgerðir. Sú fyrsta er „Norræn trú“ eftir dr. Jón
Hnefil Aðalsteinsson (s 1-73). Önnur ritgerðin er „Kristnir trúarhættir"
eftir dr. Hjalta Hugason (s. 75-339). Þriðja ritgerðin er „Þjóðtrú“ einnig
eftir dr. Jón Hnefil Aðalsteinsson (s 341-400). Ritgerðunum fylgir
útdráttur á ensku (s 400-418) og loks er höfundaskrá og atriðisorðaskrá.
Er verkið hið vandaðasta í öllum ytra búningi enda útlitshönnuður
listamaðurinn Hafsteinn Guðmundsson.
Höfundar þessa bindis hafa staðið frammi fyrir stóru verkefni. Þama
er í fyrsta sinn safnað saman á einn stað efni, er tengist trúarlífi og
trúarvenjum íslendinga frá öndverðu. Að sjálfsögðu er ákaflega margt
ágripskennt í framsetningunni, því að víða skortir á, að nægilega hafi
verið unnið að rannsóknum á sviðum, sem snert er við í ritgerðunum.
Viðurkenna báðir höfundar það og setja sér ramma miðað við þær
aðstæður og tekst vel að halda sér innan hans. Sumt í öllum ritgerðunum
byggist á fmmrannsóknum, en mest er þó byggt á rannsóknum annarra.
Þótt höfundamir séu tveir, hefði mátt hafa heildarinngang í upphafi,
þar sem gerð væri grein fyrir viðfangsefninu og vinnuaðferðir og hugtök
væm útskýrð. Er slíka skýrgreiningu að finna í upphafi ritgerðar Hjalta
(s. 79), en hún hefði mátt koma fyrr. „Trú“ er nefnilega ekkert einfalt
fyrirbæri, sem verði auðveldlega skipað í skúffu, heldur allflókið
fyrirbæri, heildarlífssýn. Mönnum var það ljósara hér áður fyrr en síðar
varð, að í umfjöllun um trúaratriði og siði og venjur, sem trúnni
tengdust, stóðu menn ekki á mæmm mannlífsins, heldur beinlínis í lífinu
miðju. Út frá trúnni túlkuðu menn lífið og fyrirbæri þess, fundu rök
fyrir baráttu sinni og vonum, leiðbeiningu um breytni, farveg fyrir gleði
og sorgir. Þessa afstöðu þágu menn frá fyrri kynslóð, varðveittu og
ávöxtuðu og skiluðu í hendur komandi kynslóðar. Þetta sjónarmið er
mjög mikilvægt að hafa í huga, þegar fjallað er um trú og fyrirbæri
tengd trúnni.
í ritgerðinni „Norræn trú“ er gefið yfirlit yfir heiðinn sið á íslandi og
meðal annarra norrænna þjóða. Er fyrst fjallað um heimildimar og síðan
um hugmyndafræði. Stærsti hlutinn fer í að lýsa guðsdýrkun og í
lokaköflum er reynt að gera grein fyrir stöðu norrænnar trúar á 10. öld,
hnignun hennar og loks þeim tímamótum í trúarlífi íslendinga, er þeir
237
L