Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1990, Qupperneq 240
Einar Sigurbjörnsson
játuðust undir kristna trú árið 1000. í niðurlagskafla er efni
ritgerðarinnar dregið saman.
Viðvíkjandi heimildum styðst höfundur einkum við Snorra Eddu auk
annarra heimilda. Gengur höfundur út frá því, að heimildir um norræna
trú séu traustar, enda þótt þær séu brotakenndar, enda varðveittar og
raunar ritaðar af kristnum mönnum löngu eftir að kristni hafði verið
lögtekin og var farin að skjóta rótum meðal þjóðarinnar. Er auðvitað
varla hægt í riti sem þessu að vera með mikinn fræðilegan rökstuðning og
heimildagagnrýni, þótt gera hefði mátt betur grein fyrir mismunandi
hugmyndum fræðimanna um trúverðugleika heimildanna.
Ut frá heimildunum rekur höfundur hugmyndir um heimsmynd og
guði. Er gerð sérstök grein fyrir örlögum, sem höfundur telur, að menn
hafi álitið allsherjarlögmál, „ofar guðum, jötnum og mönnum er hafði
skapað þeim öllum líf og aldur...“ (s. 25), svo að örlagahugtakið hafi
minnt á himinguð þann sem víða var til í átrúnaði Mið-Austurlanda.
Loks gerir höfundur grein fyrir guðsdýrkun. Er sá kafli lengstur í
ritgerðinni. Telur höfundur, að guðsdýrkun norrænnar trúar hafi einkum
verið rækt með blótum og einhvers konar helgileikjum (s. 27). Er gerður
greinarmunur á opinberum blótum og einkablótum. Reynir höfundur að
lýsa blótum út frá hinum brotgjömu heimildum og ennfremur gerir hann
tilraun til að lýsa blótvettvanginum eða hofinu. Það vantar hins vegar
skýrgreiningu á því, hvað blót sé í eðli sínu, nema rætt er um það, að
menn hafi með blótum leitast við að öðlast þekkingu um framtíðina og
leiðsögn. Heimildir virðast hins vegar ótraustar og ruglingslegar.
í lokaköflum gerir höfundur tilraun til að skýra ítök norrænnar trúar
meðal landsmanna á 10. öld og skýra, af hverju henni hnignaði og loks er
lýsing á atburðum, er urðu á Alþingi árið 1000, þegar kristni var
lögtekin og leitast við að skýra atburðarásina.
önnur ritgerð Jóns Hnefils í ritinu er „Þjóðtrú.“ Þar er í fyrsta lagi
fjallað um yfimáttúrulegar vemr, landvættir, álfa og huldufólk, sæbúa og
vatna og loks tröll. í öðm lagi er fjallað um drauga og fyrirbæri tengd
þeim. Þá er fjallað um útilegumenn, galdra, náttúmfyrirbæri, varúð, boð
og bönn og loks um forlagatrú, sem tengir saman báðar ritgerðir Jóns
Hnefils, þar sem einnig er fjallað um örlögin í ritgerðinni um norræna
trú.
f þessari ritgerð er saman kominn mikill fróðleikur um ýmis fyrirbæri
þjóðlífsins, ágripskenndur að vísu, þar eð margt er óunnið á þessu sviði
fræðanna og þörf á auknum rannsóknum.
í sambandi við rannsóknir á þessu sviði má benda á nauðsyn þess, að
fjallað sé um þau atriði, sem menn flokka undir þjóðtrú með gagnrýni og
út frá víðara sjónarmiði en oftast er gert og líka í þessari ritgerð.
Trúmálaumræða líður oft fyrir það, að litið er á trú sem einangrað
fyrirbæri, þar sem fjallað sé um ákveðin mæraatriði. Um hugtakið
„þjóðtrú“ segir höfundur orðrétt:
238