Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1990, Qupperneq 241
Trúarhættir
í þessari ritgerð verður þjóðtrúarhugtakið notað í rúmri og yfirgripsmikilli
merkingu, ekki ósvipaðri og felst í ensku hugtökunum popular belief ogfolk
religion sem trúarbragðafræðingar nota gjaman um þau trúarviðhorf almennings,
sem gegnsýra menningu á hverjum stað. Þjóðtrú í þessari merkingu er fordómalaus
og leggur stundum af jöfnu ýmsa þætti opinberra, viðurkenndra trúarbragða og þá
trú á einstök yfimáttúruleg fyrirbæri sem fer í bága við ríkjandi trúarbrögð. Þeir
sem hallast að slíkri fordómalausri þjóðtrú láta sér ágreining við opinber trúarbrögð
yfirleitt í léttu rúmi liggja því að þjóðtrúin er að jafnaði umburðarlynd og
ofstækislaus og tekur trúfræðilegar skýrgneiningar ekki alltof alvarlega. (s.343)
Út frá þessu er talað um „þjóðtrú“ sem nokkurs konar undirstraum í
menningu, er lifir af sviptingar í trúar- og menningarlífi þjóða, þó að
slíkar sviptingar og þar á meðal trúskipti eða siðaskipti hafi áhrif á
þjóðtrúna. Leitast höfundur við að aðgreina „þjóðtrú" frá „hjátrú",
„hindurvitnum“ og „alþýðutrú“. Þá hafnar höfundur því, að „þjóðin" í
hugtakinu „þjóðtrú" sé hinar lægri stéttir og hallast að því, að til „þjóðar“
geti og talist skólagengið fólk og menntamenn.
Það má sitthvað að þessari skýrgreiningu finna. í fyrsta lagi virðist
gengið út frá því, að hugtakið „religion“, sem á íslensku hefur verið neftit
„trú“, „átrúnaður“, „trúarbrögð“ eða „siður“, flokkist annars vegar undir
„opinberan átrúnað“ er sé að meira eða minna leyti stjómtæki yfirvalda
og í senn umburðarlaus og ofstækisfullur og hins vegar umburðarlynd og
ofstækislaus afstaða alþýðu til tiltekinna atriða í umhverfi sínu, er helst
verða flokkuð undir eitthvað yfirskilvitlegt. Þessi skýrgreining þrengir
æðimjög inntak hugtaksins „religion“. Með þessari skýrgreiningu er
algerlega horft framhjá hinu víðtæka menningarlega, félagslega,
sálfræðilega, uppeldislega, siðferðilega og pólitíska hlutverki trúar,
átrúnaðar, trúarbragða eða siðar. Religion nær til svo óskaplega margra
þátta. Hún nær t.d. bæði til „átrúnaðar" í þröngri merkingu þ.e.
kenninga, skýrgreininga, hugsana og hugmynda, og „átrúnaðar“ í víðri
merkingu sem flókið samspil hugmyndalegra, félagslegra og
sálfræðilegra þátta. Það er einungis lítið lag þessa flókna fyrirbæris, er
nær inn í fræðilegar skýrgreiningar eða inn í átrúnað í þröngri
merkingu. Hinir „umburðarlausu“ guðfræðingar eða þeir aðilar, sem á
öldunum hafa sest niður til að flokka fyrirbæri átrúnaðarins, raða þeim
niður og skýra þau, hafa gert það í fullri meðvitund um, að með því móti
væm þeir aðeins að snerta á yfirborðinu og gerðu það í því skyni að
leggja mönnum lífsreglur, setja upp vamargarða eða vegvísa. Kennslubók
í trúarefnum er ekki trúin sjálf fremur en kennslubók í málfræði er
tungumálið sjálft eða kennslubók í umferðarreglum umferðin sjálf. Það
kann enginn málfræði eða umferðarreglur, sem í sífellu þarf að vera að
hugsa um reglurnar, heldur aðeins sá er getur notað þær
umhugsunarlaust. Eins er með trúna. Hún er heildarafstaða til lífsins,
altæk lífstúlkun. Fólkið, sem umgekkst bömin og uppvaxandi kynslóð,
kom innihaldinu í kennslubókum í trúaratriðum fyrir í frásögum, sem
lýstu heiminum umhverfis, ógnunum ýmsu og margvíslegu með
skírskotun til utanheimslegra afla og krafta. Ævintýrið þjónaði m.ö.o.
uppeldislegu hlutverki. Frásögur af álfum í klettum, þar sem varast skuli
239