Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1990, Síða 242
Einar Sigurbjörnsson
að leika sér, sögur af tröllum í fjöllum, þar sem óvarlegt væri að vera á
ferð, má vel skilja sem aðvaranir til fólks um að fara varlega í viðsjálum
heimi. Böm mega ekki leika sér, þar sem hættur eru og menn eiga ekki
að flana út f óvissu, heldur huga vel að undirbúningi o.s.frv.
Ritgerðin „Kristnir trúarhættir“ er meginhluti bókarinnar. Þar er
fjallað um „kirkjulega þjóðmenningu í bændasamfélagi fyrri alda á
Islandi“ og spannar þ.a.l. meginhluta Islandssögunnar. (s 75)
Höfundur gerir í upphafskafla góða grein fyrir markmiðum sínum og
heimildum og í heild eru vinnubrögð höfundar markviss og skýr.
Til þess að fá heildarsýn yfir viðfangsefnið gengur hann út frá þeirri
meginhugmynd, að guðsdýrkun fólks hafi einkum farið fram á tveim
sviðum, opinberu og óopinberu. Skýrgreinir höfundur hvort svið
greinilega. Samkvæmt skýrgreiningu höfundar merkir „opinber
guðsdýrkun" þá guðsdýrkun, guðrækni eða trúarlíf, sem var undir beinni
leiðsögn prests og náði til safnaðarins í heild og fór að mestu leyti fram
við kirkjumar. „Oopinber guðsdýrkun" merkir aftur á móti guðsdýrkun
á heimilum, er náði að jafnaði aðeins til heimilisfólks á hverjum bæ.
„Óopinber guðsdýrkun“ merkir þó ekki „einstaklingsbundna guðsdýrkun í
nútímaskilningi, heldur guðsdýrkun heimilisfólks undir leiðsögn
húsbænda, sem laut opinberum fyrirmælum og stjóm.“ (s 78n) Þessi svið
eru sögð nátengd, enda trúarhættir heildstætt net siða og venja, sem
sameiginlega mynda fjölþætt mynstur og tengdust daglegu lífi fólks á
margslunginn hátt og félagssögu íslensku þjóðarinnar á margan hátt.
Trúarhættir tengdu „trúarlífið við daglegt líf með margvíslegu móti og
skipuðu því veigamikinn sess í hversdagslífi fólks.“ Trúarhættir vom
„tengiliður milli þess trúarlífs, sem íslendingar áttu sameiginlegt með
öðmm þjóðum og þjóðmenningarinnar á hverjum tíma ... vom stjómtæki
og nokkurs konar öryggisloki, þar sem brot gegn þeim töldust oft
jafngilda brotum gegn dyggðum samfélagsins og almennu siðgæði.“ (s
79)
Uppbygging verksins er á þá lund, að í fyrstu er fjallað um umgjörð
opinberrar guðsdýrkunar, þ.e. guðshúsin og kirkjuleg embætti. Við þann
kafla er hnýtt kafla um stefnur og strauma í guðfræði og um Biblíuna.
I öðm lagi er fjallað um hina opinberu guðsdýrkun, kirkjuferðir,
sætaskipun í kirkjum, almennt helgihald og kirkjulegar athafnir á
ævihátíðum.
í þriðja lagi er fjallað um trúarlegt uppeldi, aðallega um fræðslukerfið
eftir siðbreytingu, enda mestar heimildir til þar um.
I fjórða lagi er fjallað um óopinbera guðsdýrkun og falla undir hana
húslestrar, bænir, guðrækni í verinu, trúarlegar athafnir á heimilum,
kristin alþýðutrú.
Tveir lokakaflar bera yfirskriftina „Þróun trúarhátta og ástæður
breytinga“ og „Niðurlag.“
Drýgstur hluti verksins fer í að lýsa hinni opinberu guðsdýrkun.
Tengir höfundur vel íslenska trúarháttu og erlenda og er mikill fengur í
240