Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1990, Síða 243
Trúarhættir
þeirri alþjóðlegu vídd, sem fram kemur í verkinu. Eru kaflamir um
kirkjuhúsið og helgihaldið best unnir. Þar er um mikla könnun á
heimildum að ræða og reynt að varpa ljósi á fyrirbærin út frá alþjóðlegu
sjónarhomi. Þá er hlutinn um húslesturinn í kaflanum um óopinbera
guðsdýrkun ákaflega vel unninn.
í lokakaflanum, „Þróun trúarhátta og ástæður breytinga“ (s.330-334)
og „Niðurlag" (s.335-339) er gerð góð grein fyrir því, hvemig
trúarhættir þróuðust og hurfu svo úr sögunni miðað við breyttar
aðstæður. Höfundur telur ekki, að ástæða þess sé sú, að fólk hafi minni
trúarþörf en áður, heldur einstaklingshyggja, fjölhyggja varðandi túlkun
kristinna kenninga og sekularisering (s.332nn). Höfundur skýrir býsna
vel bæði í upphafi ritgerðarinnar og undir niðurlag hennar, hversu
trúarhættir eru flóknir og margslungið fyrirbæri og bendir á það í
kaflanum um kristna alþýðutrú (s.323nn), að fjölbreytni hafi ríkt í
trúmálum fyirum og ýmsir þættir tvinnast saman.
Aðferðafræðilega set ég stórt spurningamerki við skiptinguna í
opinbera og óopinbera guðsdýrkun. Hin „óopinbera guðsdýrkun“ var
opinber í þeim skilningi, að hún laut opinbem eftirliti eins og höfundur
tekur fram. Heimili voru engin einkasvæði, heldur miðstöðvar bæði í
félagslegu, menningarlegu og atvinnulegu tilliti. Öll trú var opinbert
atriði, gmndvöllur laga, breytni og hátta í samfélaginu og var þess vegna
talað um sið. Þjóðfélagið var opinberlega kristið og því tengdust
trúarhættimir öllu lífi þjóðarinnar. Mér virðist þetta ekki alltaf nægilega
skýrt fyrir höfundi, þó að hann taki skýrt fram, að sviðin skarist og hin
óopinbera guðsdýrkun merki ekki einstaklingsbundna eða prívat
guðsdýrkun (sbr. s. 292n). Sem dæmi um þá erfiðleika, er slík skipting
getur valdið, er, að skím, þjónusta sjúkra og húskveðja em taldar til
óopinberrar guðsdýrkunar, enda þótt þar hafi verið um prestsverk að
ræða.
í sambandi við heimildir sakna ég þess, að höfundur skuli ekki hafa
nýtt sér hinar merku sjálfsævisögur sr. Jóns Steingrímssonar og sr.
Þorsteins Péturssonar, er gefa góða mynd af trúarháttum þjóðarinnar um
sína daga, 18. öld, og sr. Þorsteins ekki getið í hópi merkra píetista á 18.
öld (s 172).
í öðru lagi er nauðsynlegt hverjum þeim er fjallar um íslenska
trúarhætti að kanna danska kirkjulaga- og helgisiðahefð, sem eðli málsins
samkvæmt hafði mikil áhrif hér á landi. Mér finnst nokkuð skorta á, að
höfundur hafi gætt þess. T.d. hefði athugun á Kirkjurítúlainu frá 1685,
sem hafði mikil áhrif á helgihald hér, útskýrt bæði upptöku
meðhjálparabænar, reglur um prédikun og aðrar athafnir í messum,
reglur við hringingar o.s.frv. Danska hefðin skýrir líka vandamálið um
kirkjuvígslu, sem er nokkuð yfirborðslega afgreitt s. 96-98. Þar átti
kirkjuvígsla ekkert ákveðið atferli, fyrr en á 19. öld og kirkjur fram að
þeim tíma teknar í notkun með mismunandi móti, sem venjulega var
fyrirskipað af konungi. Rítúal kom fyrst til sögunnar 1839, í
helgisiðatillögu Mynsters biskups, sem Pétur biskup Pétursson þýddi og
241
L