Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1990, Page 244
Einar Sigurbjömsson
setti í handbók sína 1869: Handbók fyrir presta á íslandi. Endurskoðuð.
Það er fyrsta kirkjuvígslurítúal í íslenskri handbók. Hvað gilt hefur áður
þarf að kanna sérstaklega.
Yfirleitt er það galli á verkinu, að höfundur hagnýtir sér ekki í
nægilega ríkum mæli handbækur fyrir presta og messusöngsbækur t.d.
varðandi bæn í kórdymm s. 236 og atferli meðhjálpara s. 243, ennfremur
varðandi spuminguna um hringingar s. 238 og spuminguna um þjónustu
sjúkra s. 314n.
í ritgerðinni er leitast við að sýna fram á og gera grein fyrir þeirri
þróun, sem hefur átt sér stað á sviði trúarháttanna og einkum staðnæmst
við siðbreytingartímann á 16. öld, 18. öldina, er var tímabil pietismans
og upplýsingarstefhunnar og loks fyrstu áratugi þessarar aldar. Heimildir
um tímann eftir siðbreytingu em auðvitað mestar og því auðveldast að
gera grein fyrir þróun og breytingum á þeim tíma.
Þá finnst mér stundum, að höfundur dragi of fljótfæmislegar ályktanir
af heimildum og líti jafnvel á viðfangsefnið sem horfna háttu. Fullyrt er
s. 320, að þjónusta sjúkra hafi horfið á fyrstu áratugum þessarar aldar.
Þar er of djúpt tekið í árinni, þar eð siðurinn hefur aldrei horfið, þótt
mjög hafi dregið úr honum.
Eins er hæpin fullyrðing s. 294, að við siðbreytingu hafi
heimilisguðræknin misst þá helgisiðafræðilegu umgjörð, sem áður hafði
umlukt hana og orðið að uppfræðandi helgistund eða húslestri í nánari
tengslum við annað menningarlíf á heimilum. Húslestur á helgum dögum
var eftir postillum, þ.e. prédikunum eftir guðspjöllum helgidaganna og að
auki var viss kirkjuárstenging í hugvekjulestmm á virkum dögum sbr. s
300 nn.
A s. 314n em sömuleiðis villandi ummæli, þar sem ræðir um
breytingu þá sem varð á guðfræðilegum skilningi á sakramentunum og
öðmm athöfnum við siðbreytingu. Skilningur miðaldanna er sagður hafa
verið sá, að sakramentin væm „farvegir náðar Guðs og blessunar inn í
tilveru þess, sem veitti þeim viðtöku.“ En eftir siðbreytingu á þessi
skilningur að hafa breyst á þann veg, að meiri áhersla var lögð á „gildi
fagnaðarerindisins sem skapandi afls, er endumýja skyldi fallið
mannkyn." í framhaldi þess segir svo:
Kirkjuleg yfirvöld litu því á umræddar athafnir sem mikilvægan vettvang fyrir
boðun fagnaðarerindisins og tengdu þær þar með prédikunar og
trúarkennsluhlutverki kirkjunnar. Athyglin beindist þess vegna að nokkru frá
einstaklingnum, sem athafnirnar voru heígaðar og þeirri blessun, er þcer voru taldar
fœra honum, að þeim hópi, sem var viðstaddur og trúarlegri uppbyggingu hans.
(leturbr. mín)
Þessu til stuðnings er vitnað í prestastefnusamþykkt úr Hólabiskupsdæmi
frá 1573.
Þama er um að ræða of fljótfæmislega ályktun. Prédikun hefur að
lútherskum skilningi ekki þjónað óljósum uppbyggingartilgangi, heldur
verið litið á hana sem náðarmeðal og merkir þá farveg Guðs náðar. Það
242