Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1990, Síða 245
Tníarhættir
kemur skýrt fram af handbókum presta, að þjónusta í heimahúsum var
þjónusta við hinn sjúka með einkaskriftum. Fólk var viðstatt hinn
almenna hluta athafnarinnar í því skyni að vekja, styrkja og varðveita
trúna hjá því, er stóð frammi fyrir ráðgátu dauðans. Einnig það skyldi
áminnt um huggun fagnaðarerindisins. Þetta er augljóst af handbókum,
sem hefði verið réttara að styðjast við í sambandi við þetta. Og
prestastefnusamþykktin frá 1573 gefur ekkert tilefni til þessarar
ályktunar. Þar er fyrst og fremst fjallað um messuna, hvemig hún skuli
fara fram. Þar er áréttað, að fólk skuli áminnt um að leita prests í tíma til
að vitja sjúkra, svo að hinn sjúku megi hljóta þjónustu. Um leið eru
prestar áminntir um að leyfa fólki að vera viðstatt prédikunina.
í sambandi við eftirlitsstörf presta við húsvitjanir segir, að húsvitjanir
hafi haft lítil áhrif á andlegt líf í söfnuðinum. Það stenst varla í ljósi þess,
að í húsvitjunum kannaði prestur heimilisguðrækni og kunnáttu fólks í
kristnum fræðum, kannaði m.ö.o., hvort heimilið færi að þeim kröfum,
sem gerðar vom til heimila í kristnu þjóðfélagi og Guðs kirkja byggðist
upp innan veggja þess.
Guðfræðilega set ég stórt spumingamerki við orðalagið „hlutdeild
leikmanna í almennum prestsdómi“ (s. 149) eins og prestsdómur sé að
lútherskum skilningu hugsaður ofan frá í stað þess, að miðað er við
skímina eins og réttilega er sagt á bls. 160.
í sambandi við kirkjukaffi (s. 251nn) segir, að sá siður að veita
kirkjugestum kaffí hafi hafist fyrst á 19. öld. Spuming er, hvort siðurinn
eigi sér ekki fyrirmynd í kvöðum, sem hafi hvílt á kirkjuhöldurum
gagnvart kirkjufólki, sem kom oft um langan veg, jaínvel fastandi.
Eitt ósamræmi er viðvíkjandi notkun orðsins „siðbreyting“ í stað
„siðbótar" eða „siðaskipta.“ Ef orðið „siðbreyting" er notað, er ótækt að
tala ætíð um „lútherskan sið“ eða „hinn nýja sið,“ þegar átt er við
trúarháttu eftir siðbreytingu (sbr. s. 129, 130). I stað þess færi betur á að
tala um „breyttan sið“ og „lútherska kirkjuskipan“ eða „breytta
kirkjuskipan.“
Til fljótfæmi telst og að segja, að sláturstíð hafi hafist í vetrarbyrjun
og átt að ljúka fyrir allra heilagra messu (s 216). Á s. 225 er talað um, að
gildi messunnar væri komið undir því, að hún væri framkvæmd af
„rétttrúuðum presti,“ þegar átt er við framkvæmd af „réttvígðum presti.“
Einhvem veginn finnst mér hæpið að tala um „samskipti prests og
safnaðar“ í kaflafyrirsögn s 250, þegar átt er við hegðunaratferli
mismunandi presta við kirkju samkvæmt þjóðháttalýsingum.
Þá em nokkrir málfarslegir hnökrar. Höfundur talar um „neyðarskím“
(t.d. s. 283), sem er óþekkt hugtak á íslensku og í staðinn verið talað um
„skemmri skím.“ Þá stenst ekki sú skilgreining á hinu kirkjulega embætt
á s. 160, að það hafi átt „að veita sakramentunum forstöðu á vegum
safnaðarins.“ Hér hefur verið talað um „að þjóna að sakramentunum
innan safnaðarins.“
Þá talar höfundur alltaf um „að veita viðtöku kvöldmáltíðinni“ í stað
þess „að ganga til altaris“ eða „meðtaka sakramentið.“
243