Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1990, Page 246
Einar Sigurbjömsson
í sambandi við fræðslukerfið eftir siðbreytingu s. 284 gleymdist að
geta Balslevs katekisma: Lúthers katekismus með stuttri útskýringu -
Lærdómsbók hand ófermdum ungmennum eftir C.F. Balslev, er kom út
1865.
í ritgerðinni örlar oft á þeirri skoðun, sem raunar hefur verið býsna
algeng innan þjóðhátta- og sagnfræði á íslandi og oft verið tekið undir
meðal guðfræðinga, að gjá hafi verið milli opinberrar trúar yfirstétta og
þjóðtrúarinnar. Því er auðvitað ekki hægt að mótmæla, að munur hefur
vissulega verið á trúarskoðunum miðað við mismunandi félagslegar og
menntunarlegar forsendur fólks. Guðfræðingar þyrftu hins vegar að
fjalla um málið öðm vísi og andæfa því áliti, sem fyrst og fremst lítur á
trú sem vitsmunalegt fyrirbæri, er komi ofan að í formi kenninga, sem
yfirvöld, „sem ætíð reyndu að hafa áhrif á trúarlíf almennings,“ hafi
haldið að fólki. Málið er flóknara en svo. Trú er lífstúlkun og efnivið til
lífstúlkunar sinnar hafa Islendingar sótt til hins kristna trúararfs, sem lagt
hefur grundvöllinn að lífstúlkun þjóðarinnar í 1000 ár og gerir enn.
Menningargagnrýni síðustu aldar leit hins vegar á trú sem sérgreint
fyrirbæri, á hlið við mannlífið og hefði hún haldið fólki í fjötmm
gegnum aldimar. Aldamótaguðfræðin samsinnti ýmsu í þeirri algengu
menningargagnrýni á síðustu öld m.a. um, að á trú bæri að líta sem
sérgreint fyrirbæri og fyrst og fremst út frá einstaklingunum. Hún vildi
hreinrækta trúarhugtakið og losa það við ýmsar þær félagslegu og
menningarlegu byrðar, er það hefði mátt bera gegnum tíðina og
framreiða síðan í hreinu formi, er væri aðgengilegt siðmenntuðu fólki.
Menningargagnrýni síðustu aldar og þáttur aldamótaguðfræðinnar em
mikilvæg atriði í sambandi við upplausn trúarháttanna og hefði mátt gera
fyllri skil, lfka sem tilraun til guðfræðilegrar gagnrýni á þeirri
menningarlegu samstöðu, sem ríkir um þessar mundir og mótaðist af
menningargagnrýni síðustu aldar.
Einar Sigurbjörnsson
244