Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1990, Side 248
Jón Sveinbjömsson
mannlegu þáttum í biblíutextum. Því aðeins er hægt að lesa foma texta
með skilningi að lesandinn komi auga á mannlegu þætti þeirra. Kímni og
skop má með sanni segja að séu mannlegir eiginleikar sem geta brúað bil
milli þjóða og kynslóða. Snjöll tilsvör geta hrifið menn óháð stað og
stund og geta þannig lifað öldum saman og brúað bil milli ólíkra
kynslóða.
í fyrstu köflum bókarinnar er vitnað í ýmsa vitra menn bæði
guðfræðinga, heimspekinga og fagurfræðinga sem skrifað hafa um kímni
og skop. Hann vill með þessu sýna fram á að
aö minnsta kosti nokkrir þeirra, sem eru framarlega í trúarsálfræði og trúarbragða-
sögu, telji eðlilegt, að sönn trúartilfinning geti lýst sér í einhvers konar kímni. Og
ennfremur að einlæglega trúað fólk geti hugsað með kímni um helgar persónur og
hluti. Af því leiðir, að það ætti ekki að vera út í hött að leita að kímni í Nýja
testamentinu.
Hann nefnir m.a. guðfræðinga eins og Rudolf Bultmann, Karl Barth og
Lyder Brun og dönsku heimspekingana Sören Kierkegaard og Harald
Höffding. í raun hefði hér einnig mátt vitna í dr. Guðmund Finnbogason
og doktorsritgerð hans Den sympatiske forstaaelse sem er mjög
„nútímaleg“ á margan hátt. Það er einkum rannsóknir franska
guðfræðingsins Henri Clavier sem móta framsetningu höfundar en
Clavier var leiðbeinandi hans við samningu bókarinnar og fyrsti
andmælandi við doktorsvömina.
Það getur vafist fyrir mönnum að þýða og skilgreina hugtökin
„húmor“ og „íroníu.“ Höfundur þýðir það fyrra með „kímni“ og það
síðara með „skopi.“ Hann segir:
Ég hefi tilhneigingu til að álíta, að sú tilfmning sem liggur að baki kímni og skopi sé
eitthvað leikrænt, sem byijar um leið og bamið fer að æfa sig undir baráttu lífsins og
tilverunnar með því að leika sér. Vér byrjum með því að leika að boltum og böndum
eða leikföngum af því tagi, og höfum gaman af því að berjast við eigin ófullkomleik
eða öfl umhverfisins. Ánægja baráttunnar nær tökum á flestum, svo að stofnað er til
gervistnðs á íþróttavöllum með leikjum. Síðan heldur leikurinn áfram yfir til vitsmuna
og andlegs lífs og þróast yfir í hið broslega, bæði kímni og skop, þar sem orðaleikir
eða snjallar hugmyndir koma í staðinn fyrir leikföng og leikurinn heldur áfram með
svipaðri nautn og áður.
Að hyggju höfundar er kímni alltaf samúðarrík en skop getur bæði verið
vingjamlegt og óvinveitt. Hann segir (s. 31):
Kímni og skop eru ekki beinar andstæður. Meginatriðið í hvoru tveggju er tílfinningin
fyrir þvf broslega eða kímilega. Samt er kímnin einlæg, en skopið látalætí. Sá sem er
með skop telst vera með látalætí, ef svo má segja, þar sem hann er óbeint að segja það
sem hann meinar með því að segja það, sem er þveröfugt. Bæði kímni og skop verða
metín og flokkuð út frá þessum viðhorfum:
1. Tilfinningalífi mannsins (subjectívt). í sönnustu merkingu er kímnin útrás
glaðværðar, samúðar og bjartsýni.
2. Tilgangur. Bæði kímni og skop geta verið spámannleg, tíl kennslu (uppeldis), í
kappræðum eða aðeins tíl skemmtunar.
246