Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1990, Page 249
Kímni og skop
3. Form rceðu og máls, svo sem fyndni, þversögn, dæmisögur, líkingar,
quidproquo o.s.frv.
Höfundur afmarkar ransóknarefni sitt fyrst og fremst við gyðinglegan
húmor og vill þar með nálgast „hinn sögulega Jesú.“ Clavier gerir
greinarmun á „gyðinglegum-mannlegum“ lýsingum á Jesú og lýsingum á
honum sem fengnar eru að erfðum frá „býsantísku kirkjunni“. Hann telur
að Jesúmynd „býsantísku kirkjunnar" sé með of miklum helgiblæ til að
geta verið í samræmi við sögulegar staðreyndir og að helgisiðir
kirkjunnar hafi stuðlað að því að Kristur hafi orðið eins konar „líkan,“
langt fjarri hinni lifandi persónu Jesú. í eftirmála kemur séra Jakob
nánar inn á þennan þátt og tekur undir orð Claviers og segir:
Ég er sammála próf. Clavier í því, að uppgötvun kímninnar ætti að hjálpa til að
endurnýja hugsun og anda hinnar fyrstu boðunar. ..
Af þessu leiðir, að þegar vér finnum rabbínska kímni í Nýja testamentinu, lítum vér á
það sem bendingar til hinnar elstu gerðar kristinnar predikunar. Slík kímni myndi
tæplega vera fundin upp eða sköpuð vegna hellenskra áhrifa eða orðið til í umhverfi
Gyðinga í dreifmgunni. Skilningur kímni samstofna guðspjallanna hlýtur að styrkja
sögulega þekkingu á Jesú frá Nasaret.
Vissulega tekst höfundi að sýna fram á rabbínskar hliðstæður við Nýja
testamentið og hafa ýmsir farið lofsamlegum orðum um umfjöllun hans á
hinu gyðinglega efni. Mér er kunnugt um að Dr. phil R. Edelmann í
Kaupmannahöfn sýndi rannsóknum séra Jakobs mikla athygli allt frá
upphafi og stappaði í hann stáli þegar á móti blés. Krister Stendahl biskup
segir í formála að 2. útgáfu bókarinnar:
Það er ómaksins vert að velta fyrir sér hinni ríku tilhneigingu í menningararfi Gyðinga
að kenna með því að segja kímnisögur og ef til vill er talsvert samhengi milli
kennimannanna í samkunduhúsunum og Woody Allen (leikstjóra/leikara og hins
snjalla fulltrúa gyðinglegrar kímnihefðar). Og jafnvel milli Jesú og Woody Allen -
enda þótt þeir sem leggja stund á hefðbundna guðfræði Vesturlanda hljóti að spyrja
hvað orðið hafi af kímninni. En Jakob Jónsson hjálpar okkur að uppgöva á ný
kímniglampann í auga Jesú, áhrifamesta tækið til að stinga á sjálfumgleði þeirra
alvörugefnu áhrifamanna - allt frá dögum Jesú til okkar eigin - sem krefjast meiri
nákvæmni í skilgreiningum en guðfræðinni er holl.
Einnig er ánægjulegt að lesa ummæli prof. Flussers í einkabréfi til
höfundar. Hann segir: „ Þér hafið skilið rabbínska kímni alveg rétt og
skyldleika hennar við hliðstæður hjá Jesú.“ Mörg dæmin sem höfundur
tekur úr rabbínskum bókmenntum eru mjög fróðleg og skemmtileg eins
og t.d sagan um hjónin sem ætluðu að skilja en rabbíi fékk þau til að
halda veislu í lokin. í veislunni lofaði eiginmaðurinn konu sinni að taka
með sér af heimilinu eitthvað sem henni þætti vænt um en hún var ekki
sein á sér og tók eiginmanninn með sér.
Þeir sem eitthvað hafa fengist við hellenistískar frásagnir og smásögur
gætu einnig dregið fram sínar hliðstæður og hefði kaflinn um
hellenistíska kímni og skop mátt vera fyllri.
247