Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1990, Page 253
Um höfunda
Árni Bergur Sigurbjörnsson er fæddur 24. janúar 1941 á Breiðabólsstað á
Skógarströnd. Stúdent frá M.R. 1968. Cand. theol. frá Háskóla íslands 1972.
Framhaldsnám í Nýjatestamentisfræðum við San Fransisco Theological Seminary
sumarið 19^8 og við Lundarháskóla 1979-1980. Sóknarprestur í Ólafsvíkurprestakalli
1972-80, í Ásprestakalli í Reykjavflc frá 1980. Stundakennari við guðfræðideild Háskóla
íslands frá 1982. Á sæti í stjóm Hins íslenska biblíufélags og hefur unnið að þýðingu
apókrýfu bókanna.
Baldur Pálsson er fæddur í Reykjavík 4. júlí 1951. Stúdent M.H. 1971. Nám við
Háskóla íslands 1971 og Aston University, Birmingham, Englandi 1972-1975 í
heimspeki, sálfræði, tungumálum og tölvufræðum. B.Sc. with Honours 1975,
Communication Science & Linguistics. Nám við guðfræðideild H.í. 1987-1989. Hefur
aðallega starfað við forritun og greiningu viðskiptalegra tölvukerfa. Þátttaka í nefnd er
vinnur að gerð Orðstöðulykils við Biblíuna.
Einar Sigurbjörnsson er fæddur í Reykjavík 6. maí 1944. Stúdent frá M.R. 1964.
Framhaldsnám í trúfræði og játningafræði í Lundi 1970-74. Teol.dr. þaðan 1974.
Doktorsritgerðin bar heitið Ministry within the People of God. Stundakennari í
guðfræðideild Háskóla fslands 1975-78. Prófessor frá 1978. Meðal ritverka hans má
nefna bækumar Kirkjan játar (1980) og Credo. Kristin trúfrceði (1989). Einar er forseti
guðfræðideildar.
Guðrún Kvaran er fædd í Reykjavík 21. júlí 1943. Stúdent frá M.R. 1963. Hóf nám í
íslenzkum fræðum við Háskóla Islands haustið 1963 og lauk cand. mag. prófi haustið
1969. Framhaldsnám í samanburðarmálfræði við Georg-Ágúst háskólann í Götringen,
Vestur-Þýzkalandi. Skipuð sérfræðingur við Orðabók Háskólans í janúar 1978.
Doktorspróf frá Göttingen 1980. Doktorsritgerðin nefndist Untersuchungen zu den
Gewassernamen in Jútland und Schleswig-Holstein. Þátttaka í nefnd er vinnur að gerð
Orðstöðulykils við Bibh'una.
Gunnlaugur A. Jónsson er fæddur í Reykjavík 28. april 1952. Stúdent frá M.R.
1972. Cand. theol. frá Háskóla íslands vorið 1978. Framhaldsnám í Gamlatestamentis-
fræðum við Lundarháskóla 1981-1988. Teol. dr. þaðan 1988. Doktorsritgerð hans bar
heitið The Image of God. Genesis 1:26-28 in a Century of Old Testament Research.
Stundakennari við guðfræðideild Háskóla íslands 1979-80, vorið 1984 og frá 1988.
Forstöðumaður Guðfræðistofnunar frá 1. ágúst 1990 og vinnur nú að ritverki um Sögu
íslenskra biblíurannsókna og tekur þátt í vinnu við gerð Orðstöðulykils við Biblíuna.
Jón Sveinbjörnsson er fæddur 27. júlí 1928. Stúdent M.R. 1948. Fil.kand.
Uppsölum (gríska, trúarbragðafræði og teóretísk heimspeki) 1955. Cand. theol. frá
Háskóla íslands 1959. Framhaldsnám í Nýjatestamentisfræðum í Uppsölum vorin 1959
og 1961. Framhaldsnám og rannsóknir í Cambridge 1974 og 1978 og í Claremont í
Kalifomíu 1982. Forfallakennari í guðfræðideild H.I. 1960 og 1962-63. Lektor 1966-
69. Dósent 1969-74. Prófessor frá 1974. Starfsmaður Hins íslenska Biblíufélags 1962-
1980. Vann að þýðingu og endurskoðun á þýðingu Nýja testamentisins fyrir
biblíuútgáfuna 1981. Þátttaka í nefnd er vinnur að gerð Orðstöðulykils við Biblíuna.
Hefur jafnframt unnið undanfarið að undirbúningsrannsóknum að Biblíuorðalykli
byggðum á merkingarsviðum.
Jónas Gíslason er fæddur 23. nóvember 1926. Stúdent frá M.R. 1946. Cand. theol.
frá H.í. 1950. Framhaldsnám við Háskólann og Safnaðarháskólann í Osló 1950-51.
Framhaldsnám í Kaupmannahöfn 1968-70 og 1979-80. Aðjúnkt við guðfræðideild H.í.
251