Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.1990, Page 254
1971, lektor 1974, dósent 1977 og prófessorfrá 1. júní 1988. Kennslugrein: Kirkjusaga.
Vígslubiskup og varaforseti Hins íslenska biblíufélags.
Sigurður Örn Steingrímsson er fæddur 14. nóvember 1932 á Hólum í Hjaltadal.
Stúdent M.R. 1952. Árin 1952-54 stundaði hann nám í latínu og grísku við H.í. Hann
hóf nám í guðfræði við H.í. og lauk þaðan cand. theol. prófi haustið 1969. Hélt þá til
Uppsala þar sem hann stundaði framhaldsnám í Gamlatestamentisfræðum næstu árin.
Doktorspróf (teol. dr.) þaðan 1988. Doktorsritgerð hans bar heitið Vom Zeichen zur
Geschichte. Eine literar- und formkritische Untersuchung von Ex 6,28-11,10. Auk
doktorsritgerðarinnar hefur Sigurður ritað bókina Tor der Gerechtlichkeit. Eine
Literaturwissenschaftliche Untersuchung der sogenannten Einzugsliturgien im A.T.
(1984). Settur prófessor við guðfræðideild H.í. 1985-1988 í rannsóknarleyfi Þóris Kr.
Þórðarsonar. Hefur unnið að þýðingu Gamla testamentisins frá 1988. Er jafnframt að
skrifa sögu ísraels.
Stefán Karlsson er fæddur 2. des. 1928. Stúdent M. A. 1948. Stundaði nám við
Hafnarháskóla með námsdvöl við H. í. og háskólana í Uppsölum og Ósló. Mag. art. í
norrænni fflólógíu frá Hafnarháskóla 1961. Kennari við M. A. 1951-1952. Starfsmaður
við Det amamagnæanske institut 1957-1970, fastráðinn frá 1962. Stundakennari við
Hafnarháskóla 1961-1969. Sérfræðingur við Handritastofnun íslands (síðar Stofnun
Áma Magnússonar á íslandi) frá 1970. Stundakennari við H. í. frá 1981. Hefur sýnt
fomum íslenskum biblíuþýðingum mikinn áhuga og flutt erindi og birt greinar um það
efni.
Svavar Sigmundsson er fæddur 7. sept. 1939 í Túni í Hraungerðishreppi,
Árnessýslu. Stúdent frá Menntaskólanum á Laugavatni 1958, cand. mag. í íslenskum
fræðum Háskóla íslands 1966, lektor í íslensku við H.í. 1968-69, sendikennari í
íslensku við Helsingforsháskóla 1969-71 og við Khafnarháskóla 1972-79. Lektor í
íslensku fyrir erlenda stúdenta við H.í. 1982-85, dósent frá 1985. Hann er höfundur
íslenskrar samheitaorðabókar (1985). Þátttaka í nefnd er vinnur að gerð Orðstöðulykils
við Biblíuna.
Þórir Kr. Þórðarson er fæddur 9. júnf 1924. Hóf nám í grísku og arabísku við
Háskóla íslands 1944-45 og í semítískum málum við háskólann í Uppsölum 1945-46 og
í þeim fræðum og guðfræði við háskólann í Árósum 1946-49 og við Háskóla Islands
1949-51. Framhaldsnám við University of Chicago 1951-54 og 1957-59.,Lauk prófi (2
1/2 betyg) við háskólann í Lundi 1949. Cand. theol. frá Háskóla íslands 1959.
Doktorspróf (Ph.D.) Chicago 1959. Doktorsritgerð hans bar heitið The formhistorical
problem of Ex. 34:6-7. Dósent 1954, prófessor 1957. Hefur fengist mikið við málefni
biblíuþýðinga á kennaraferli sínum og bjó m.a. texta Gamla testamentisins undir prentun
1981. Vinnur nú annars vegar að útgáfu greinasafns og hins vegar að táknfræðilegri og
túlkunarfræðilegri greiningu á hluta Sáls-sögunnar (lSam 13-15) með hliðsjón af
spumingunni um þjáninguna og hið illa.
Þórir Óskarsson er fæddur í Reykjavík 30. apríl 1957. Stúdent frá MR 1977. Cand.
mag. í íslenskum bókmenntum ffá Háskóla íslands 1984. Hann er höfundur bókarinnar
Undarleg tákn á tímans bárum. Um Ijóð og fagurfrœði Benedikts Gröndal. Rv. 1987.
Hann vinnur nú við samningu bókarinnar íslensk stílfræði á vegum Styrktarsjóðs
Þórbergs Þórðarsonar og Margiétar Jónsdóttur.
252