Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2006, Side 31
að hún lagðist í rúmið fékk hún sáramerki Krists (stigmata), en hún hafði
áður fundið fyrir miklum sársauka sem hún taldi vera meðlíðan með hin-
um krossfesta Kristi.73 Á meðan á sjúkdómslegu Emmerich stóð notaði
hún tímann til að biðja fyrir sjúkum, sem og framliðnum sálum í hreins-
unareldinum, og taldi hún þrautir sínar að miklu leyti vera þrautir sem hún
bæri fyrir aðra.74
Síðustu æviár Emmerich tók rithöfundurinn Klemens Maria Brentano
að sér að færa í letur mystískar sýnir hennar. Tæpu ári fyrir andlátið sá
Emmerich alls sextíu og sex sýnir sem lýstu píslargöngu Krists. Brentano
skráði niður þessar sýnir en þær voru gefnar út á þýsku árið 1833, eða níu
árum eftir dauða Emmerich. Ekki þykir ljóst hvort Emmerich eða Brent-
ano sé hinn raunverulegi höfundur, þó að lýsingarnar séu venjulega eign-
aðar henni. Þess má geta að í ævisögulegu ágripi sem fyigir The Dolorous
Passion er sérstaklega tekið fram að Emmerich hafi sjálf ekki talið að sýn-
irnar hefðu eitthvert sögulegt vægi.75 Þessi ummæli Emmerich komu þó
ekki í veg fýrir að Gibson gæfi þeim jafn mikið vægi og raun ber vitni.
Margt bendir til þess að Gibson túlki píslargöngu Krists út frá sýnum
Emmerich,76 og því til staðfestingar má meðal annars nefna ofbeldið og
neikvæða túlkun á Gyðingum.77
Þar sem bók Emmerich um þjáningar Krists er stór og mikil að vöxtum
73 1 lýsingum Emmerich er ítrekað sagt frá því hvernig þjáningar Krists urðu hennar eigin á meðan á sýnum
hennar stóð (Emmerich 1983, s. 225). Sjá einnig umfjöllun um það þegar hún fékk sáramerki Krists í ævi-
sögulegum inngangi að sýnum hennar (Emmerich 1983, s. 19-20).
74 1 inngangi að bók Emmerich segir m.a. um veikindi hennar: “...a great portion of her illnesses and sufferings
came from taking upon herself the sufferings of others... She had consequently to bear, not only her own
maladies, but those also of others - to suffer in expiation of the sins of her brethren, and of the faults and
neglegences of certain portions of the Christian community - and, finally, to endure many and various suffer-
ings in satisfaction for the souls of purgatory... A doctor would simply have concluded that I was entirely mad,
and would have increased his expensive and painful remedies tenfold ..." (Emmerich 1983, s. 15-16).
75 Emmerich 1983, s. 35.
76 Sjá t.d. Webb 2004, s. 161. 1 hálfkæringi hefur því verið slegið fram að það sé eins og Emmerich hafi horft á
mynd Gibsons áður en hún lýsti því sem hún sá (Webb 2004,s.l69).Ennfremur hefúr verið stungið upp á því
að Gibson hefði átt að vera útnefndur fyrir “best adapted screen-play“ (Corley og Webb 2004, s. 176).
77 Fredriksen bendir sérstaklega á blóðið og vondu Gyðingana (2004, s. 32).
29