Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2006, Side 56
fólgin er í bæn, einkum ef manni líður illa eða eitthvað bjátar á. Þannnig eru
orð stúlku í Reykjavík dæmi um algeng svör: „Ef mér líður illa, já. Hjálp-
ar aðeins.“ Önnur stúlka í sjávarþorpi orðar það svo: „Þegar maður er að
tala við Guð líður manni betur. “ Dreng í Reykjavík finnst einfaldlega gott að
biðja: „Bara, ég veitþað ekki, mérfinnstþað bara gott.“ Þetta rímar á vissan
hátt við þá guðsmynd sem unglingarnir lýsa. Það er gott að biðja til Guðs því
þá líður manni betur. Af þessu má draga þá ályktun að það er þáttur í lífsvið-
horfí margra unglinganna að bæn hafi gildi. Það gildi felst þó fyrst og fremst
í því að þeim líði betur við að biðja. Athygli vekur að í gögnum Gunnars frá
1997 kemur trú unglinga á bænheyrslu mun skýrar fram en hér.
Skoðanir unglinganna á því hvort kirkjan skipti einhverju máli eru
nokkuð breytilegar. Mörg nefna þó að það geti verið gott að leita í kirkjuna
til að fá styrk, hjálp, frið eða huggun, en hafa þá oft í huga aðra en sig sjálf.
Þannig segir drengur í Reykjavík: „Fyrir sumtfólk. Sumir sœkja styrk í að
fara þangað.“ Hann er dæmi um nokkra viðmælendur sem telja kirkjuna
e.t.v. ekki hafa svo mikið gildi fyrir sig þótt hún kunni að gera það fyrir
aðra. Drengur í sjávarþorpi hefur í huga þær athafnir sem fara fram í kirkju
(jarðarfarir og giftingar) en bætir svo við: „Líka þegar manni líður illa, að
faraþangað líka. “Hann virðist alveg eins hafa sjálfan sig í huga eins og aðra.
Og stúlka í Reykjavík sem missti ömmu sína þegar hún var í fjórða bekk sér
einnig gildi kirkjunnar fyrir sig: „Þœgilegt að geta komið í kirkjuna, þar er
alltafhljóð, til dœmis þegar amma dó, til að hugsa. “ Nokkur lögðu áherslu á
að það sé hægt að fara í kirkju til að tala við Guð. Annars er nokkuð um að
unglingarnir hafi í huga þær athafnir sem kirkjan stendur fyrir þegar þeir
tjá sig um hvort hún skipti einhverju máli. Þau nefna athafnir eins og skírn,
fermingu, giftingu og jarðarfarir, og einstaka tala um gildi þess að fara í
messu. Þá telja fáein það mikilvægt að fólk geti farið í kirkjuna og talað
við prestinn. Þannig segir stúlka í Reykjavík: „Já, effólkið er sorgmœtt getur
það farið í kirkju og talað við Guð ogprest.“ Ýmis önnur sjónarmið komu
54