Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2006, Qupperneq 60
í ljósi þess hve unglingarnir meta góða fjölskyldu mikils kemur það ekki
á óvart að þegar spurt var um hvað eða hverjir hafi mótað þá mest og hvort
þeir ættu sér einhverjar fyrirmyndir, þá er fjölskyldan eða einstaka fjöl-
skyldumeðlimir í öndvegi. Allir viðmælendur tilnefndu annað hvort fjöl-
skylduna í heild eða einhverja ættingja sem þá sem hefðu mótað þá mest og
hér er sérstaða móður áberandi. Og þótt nokkur nefndu sem fyrirmyndir
afreksfólk í íþróttum, poppstjörnur eða leikara, þá nefndi meiri hlutinn
einhverja í fjölskyldunni í því sambandi. Stúlkurnar gjarnan móður eða
eldri systur en drengirnir föður, bræður eða frændur.
Samræður um hvað unglingunum þætti mikilvægast í samskiptum við
aðra leiddu í ljós tvenns konar megináherslur. Annars vegar gildi sem lýsa
gæðum samskipta, eins og traust, trúnaður, heiðarleiki, hreinskilni, skiln-
ingur og sannsögli. Dæmi um svör eru viðbrögð stúlku í Reykjavík: „Mér
finnst mikilvægt að vera heiðarlegur, jákvœður og góður,“ og drengs í sjáv-
arþorpi: „Til dæmis efmaður hefurgóð samskipti við einhvern, talað beint og
hreinskilið. “ Hins vegar eru það atriði sem snúast meira um áþreifanlegri
hlið samskipta eins og til dæmis góð framkoma, kurteisi, hjálpsemi og að-
stoð. Drengur í Reykjavík, vísar óbeint til gullnu reglunnar er hann seg-
ir: „Kurteis. Vera við þá eins og maður vill að þeir séu. “ Eða þá að forðast
neikvæða hegðun eins og reiði, rifrildi, vonsku og baktal. Stúlka í Reykjavík
segir til dæmis: „Að vera ekki að rífast ogsvoleiðis. Aðpassa sigþegar maður
verður reiður út í einhvern að verða ekki of reiður. Það verður oft þannig. “
Athygli vekur í þessu sambandi hvað áherslan á traust og heiðarleika, það
að geta treyst öðrum og vera traustsins verður, skiptir marga unglinganna
miklu máli. Nánara samtal við þá um það sem einkennir góða og vonda
manneskju áréttaði þessa áherslu enn frekar.
Þessi dæmi benda mjög í þá átt að öryggi, traust, vinátta og félagskapur
séu veigamikil atriði í gildismati unglinganna og félagslegri sjálfsmynd. Ef
til vill eru það eðlilegar áherslur á tímum vaxandi margbreytileika og þeirr-
58
J