Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2006, Page 67
Niðurstöður
Hvers konar tilvistartúlkun, sjálfsmynd og gildismat virðist þá einkenna
þennan unglingahóp? Þegar horft er til hins trúarlega blasir við dálítið tvíbent
mynd. Þegar rætt er beint um trú og trúarbrögð viðist trúin hafa gildi fyrir mörg
þeirra, en kemur hins vegar lítið við sögu þegar farið er að ræða önnur svið, eins
og t.d. hvernig þau bregðast við mótlæti og vanda. Þá reyndist sumum þeirra
erfitt að skýra hvernig áhrif trú hefur á líf þeirra eða lýsa guðsmynd sinni. Auk
þess virðast sum þeirra einangra trúna fyrst og fremst við það að fara í kirkju
og nokkur telja að trúin hafi lítil áhrif á líf sitt. Sama má segja um bænina. Mjög
mörg töldu hana hafa gildi, þó ef til vill sérstaklega þegar eitthvað bjátar á, en á
sama tíma nefndu nánast engin þeirra hana þegar rætt var um mótlæti, vanda
og sorg. Þetta bendir til þess að trú og trúariðkun eigi sér vissan sess í tilvist-
artúlkun og hafi að einhverju marki mótað sjálfsmynd þeirra. Það er vissulega
eðlilegt þar sem þau hafa alist upp í samfélagi sem hefur verið nokkuð ein-
sleitt, staða kirkju og trúar nokkuð sterk og stærstur hluti unglinganna fermdur
kirkjulegri fermingu. Á hinn bóginn virðst hið trúarlega verið dálítið á sér bás
og jafnvel erfitt fyrir sum þeirra að tjá sig um það. Ef til vill endurspeglast þarna
sú breyting sem er að verða með auknum margbreytileika, sundurleitari sam-
félagsgerð og „prívatiseringu“ trúarinnar með vaxandi „sekulariseringu". Hér
birtist því samspil persónulegrar og félagslegrar hliðar tilvistartúlkunarinnar í
síbreytilegu samfélagi,33 sem í svörum viðmælenda okkar virðist endurspegla
bæði viss áhrif einsleitni og vaxandi margbreytileika. Sjálfsskilningurinn í þessu
efni er því óljósari þar sem merkingarsamhengið er ekki jafnskýrt eða fastmót-
að og áður.34 Tilvistartúlkunin er því erfiðari að þessu leyti, eða jafnvel áskorun
eins og Skeie talar um,35 og sjálfsmyndin óljósari á „póstmódern' tímum.36
33 Sbr. Haakedal 2004.
34 Sbr. skilgreiningu Gravems (1996) á lífstúlkunarhugtakinu.
35 Skeie 2002.
36 Sbr. Krogseth 1996.
65