Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2006, Síða 94

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2006, Síða 94
Bakgrunnur þess að trúfrelsismálið kom til kasta þjóðfundarins var að 1848 afsalaði Friðrik VII sér einveldi og boðaði til stjórnlagaþings til að setja ríkinu stjórnarskrá. Gekk hún í gildi 5. júní 1849 og hefur því oft verið nefnd júnístjórnarskráin. Hér var um fremur frjálslynda stjórnarskrá að ræða miðað við 19. öldina og sótti hún fyrirmyndir sínar til Frakklands og Bandaríkjanna en ekki síst til belgísku stjórnarskrárinnar frá 1831.2 Með júnístjórnarskránni var fullu trúfrelsi komið á í Danmörku sem og þjóðkirkju.3 Þjóðkirkjuskipanin var þó ekki skilgreind í stjórnarskránni heldur skyldi það gert með lögum sem kveðið var á um í sérstakri grein, svokallaðri „fyrirheitisgrein“ (upprunal. 80. gr.).4 Almennt var litið svo á að þar væri veitt fyrirheiti um samstæða heildarlöggjöf sem legði grunn að nýrri kirkjuskipan sem væri frjálslegri en það fyrirkomulag sem verið hafi við lýði í Danmörku fram til þessa tíma. Fyrir daga stjórnarskrárinn- ar ríkti í Danmörku sú skipan sem kalla má trúarlega skilgreint ríkisvald sem einkennist af því að játningargrunnur ríkisins er lögbundinn og ekki er mögulegt að greina á milli ríkisvalds og kirkjustofnunar. Lögin sem „fyrirheitisgreinin“ kvað á um hafa enn ekki verið sett þótt einstök sérlög hafi verið sett í anda hennar (lög um sóknarnefndir, biskupskosningar o. fl.). Af þessum sökum má færa gild rök fyrir því að ríkiskirkja sé enn við lýði í Danmörku þótt hún hafi nú borið þjóðkirkjuheiti í hálfa aðra öld. 2 The Constitution of Belgium (February 7, 1831) http://homepage.mac.com/dmhart/Teaching/BillsOfRights/ 3 Þær greinar dönsku stjórnarskrárinnar 1849 sem luta að trúmálum eru þannig: 3. gr. (í I kafla): En evangelisk- luthersk Kirke er den danske Folkekirke og understottes som saadan af Staten; 6. gr. (í II kafla): Kongen skal hore til den evanglisk-lutherske Kirke; 80. gr. Folkekirkens Forfatning ordenes ved Lov; 81. gr. Borgerne have Ret til at forene sig i Samfund for at dyrke Gud paa den Maade, der stemmer med deres Overbevisning, dog intet læres eller foretages, som strider mod Sædeligheden eller den offentlige Orden; 82. gr. Ingen er pligtig til at yde personlige Bidrag til nogen anden Gudsdyrkelse end den, som er hans egen; dog skal Enhver, der ikke godgjor at være Medlem af et i Landet anerkjendt Troessamfund, til Skolevæsenet svare de til Folkekirken lovbefalede personlige Afgifter; 83. gr. De fra Folkekirken afvigende Troessamfunds Forhold ordne nærmere ved Lov; 84. gr. Ingen kan paa Grund af sin Troesbekjendelse beroves Adgang til den fulde Nydelse af borger- lige og politiske Rettigheder, eller unddrage sig Opfyldelsen af nogen almindelig Borgerpligt (80.-84. gr. í VII kafla). Danmarks riges grundlov. http://grundlov.thepusher.dk/grundlov-1849.php og http://thomasthorsen. dk/dk-co-1849.html 4 Danmarks riges grundlov. http://grundlov.thepusher.dk/grundlov-1849.php og http://thomasthorsen.dk/dk- co-1849.html 92
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.