Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2006, Qupperneq 136
sem einkennir manneskjuna frá vöggu til grafar: Einstaklingur sem þráir
að verða eins og íyrirmynd sín veldur því að fyrirmyndin leitast eftir því
að verða eins og keppinautur sinn (eftirherman). Til að forða endalausum
blóðsúthellingum sem ofbeldið laðar fram telur René Girard að mannkyn-
ið hafi fundið upp lausn í formi blórabögguls. Hið sökum hlaðna fórnardýr
verður staðgengill mannlegra blóðsúthellinga og viðheldur jafnvægi í þjóð-
félögum vítt og breitt.12 Þetta ferli þráhyggjunnar er þá talið manneskjunni
upprunalegt og á sér fyrst von um nýtt upphaf í Kristsatburðinum að áliti
Girard. í píslarsögunni telur hann að fyrirfinnist ekki hugmyndin um fórn
því Jesús haldi einn fast við fýrirheit guðsríkisins, fyrirheit hins hinsta kær-
leika.13
Á meðan Burkert og Girard leitast við að rekja rætur dýrafórna til mann-
legs eðlis, þá heldur Jonathan Z. Smith því fram að dýrafórnir komi fyrst
til sögunnar í framhaldi af tilraunum mannfólksins til að halda húsdýr.
Forsendur þeirra fyrrnefndu gefa til kynna að „ritúöl og trúarbrögðin eigi
sér rætur í óvéfengjanlegum staðreyndum,“ eins og Smith kemst að orði, en
ekki í markvissum tilraunum mannfólksins til að gera sér umhverfið skilj-
anlegt.14 Trúarbrögðin, að skilningi Smith, eiga sér einmitt ekki annan upp-
runa en hversdagsleikann og tilviljanir hans. Markviss skikkan á tilteknum
þáttum í þessum duttlungakennda heimi, fyrir tilstyrk ímyndunaraflsins og
skynseminnar, er hornsteinn trúarbragðanna. En Smith skýrir ekki hvers
12 Sjá René Girard í James G. Williams, René Girard: The Girard Reader 1996), s. 12-13; 20-29.
13 Ibid., s. 177-188; sbr. Burton L. Mack, “Introduction," s. 6-22. Hans-Josef Klauck fjallar um kenningar Girard
og Burkert um fórnfæringar (og fylgir sjálfur Burkert að málum). Hann nefnir einnig tvær aðrar hugmyndir
um fórnfæringar; annars vegar sem gjöf til guðanna (í þeim tilgangi að blíðka þá, do ut des) en þessa skýringu
rekur hann til Platons (427-347 f. Kr.); hins vegar sem sameiginleg máltíð (guða og mannfóUcsins (í þeirri
eftirvæntingu að nærvera guðsins/guðanna ieiði til fulltingis þeirra í einhverju efni) en þá skýringu rekur
Klauck til Plútarkusar (46-120 e. Kr), The Religious Context of Early Christianity: A Guide to Graeco-Roman
Religions 2000 [1996], s. 39-42. Itarlega umfjöllun um helstu kenningar um fórnfæringar til upphafs tíunda
áratugs síðustu aldar er að fmna í bók Josef Drexler, Die Illusion des Opfers. Ein wissenschaftlicher Oberblick
tiber die wichtigsten Opfertheorien ausgehend vom deuleuzianischen Polyperspektivismusmodell 1993.
14 “The Domestification of Sacrifice,“ í Robert G. Hamerton-Kelly ritstj., Violent Origins, s. 196-202, tilvitnun á
bls. 198.
134