Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2006, Qupperneq 144
innihald varðar. Aðeins staðsetning þeirra í gyðinglegum ritum þar sem
þær eru tengdar hvatningu um að hlýða vilja Guðs greinir tileinkun þeirra
frá öðrum ritum hins helleníska umhverfis.39 Á helleníska tímanum keppa
þannig spekihefðir ólíkra heimspekistefna við lögmál síðgyðingdómsins.
En sú spenna verður ekki til þess að spekin fái að lifa sjálfstæðu lífi við hlið
lögmálshefðarinnar í hinu gyðinglega samhengi. Spekin er jafnan virkjuð
til að hnykkja á ákvæðum lögmálsins að áliti Niebuhr.40
í ritum Nýja testamentisins birtast spekihefðir með einum eða öðrum
hætti í tengslum við ólík bókmenntaform enda þótt ef til vill megi þar að-
eins greina eitt sjálfstætt og eiginlegt spekirit, Jakobsbréf.41 Bernard Brand-
on Scott segir algengast að finna dæmi um alþýðuspeki (common wisdom) í
Nýja testamentinu sem birtist hér og þar í samhengi við eða sem „orðskvið-
ir, sæluboð, og dæmisögur“.42 Spekin tengist í hellenísku umhverfi öðrum
og oft ólíkum hefðum. Því verður næst fyrir að spyrja hvaða stefnur koma
næst Jesúhefðinni í Nýja testamentinu.43
Ummæli af spekitoga hafa til að mynda verið túlkuð í samhengi opinber-
unarhefða. Tengsl speki og opinberunarbókmennta í Gamla testamentinu
voru fyrst sett fram af Gerard von Rad fyrir um hálfri öld. Sú hugmynd koll-
varpaði eldri kenningum um uppruna opinberunarhefða sem taldar voru
39 Ibid., s. 38. Niebuhr segir frekar, „Judisch-hellenistisches Ethos bildet sich somit aus in der Verbindung von
Verhaltensanweisungen der Tora mit popularphilosophischen Grundsatzen der hellenistischen ethischen
Tradition. Es dient der Wahrung judischer Identitát angesichts konkreter Herausforderungen im Alltag der
hellenistischen Diaspora und entfaltet sich im Ruckbezug auf die eigene religiöse Uberlieferung unter Her-
anziehung kultureller und philosophischer Traditionen der hellenistich-römischen Welt,“ (s. 42).
40 Ibid., s. 46.
41 Sjá Patrick J. Hartin, James and the Q Sayings of Jesus 1991, s. 80. Hartin kemst að þessari niðurstöðu á
grundvelli samanburðar á Jakobsbréfi og Ræðuheimild samstofnaguðspjallanna, hann segir, „ They [i.e., Q
and Jamesj are both wisdom documents in that they are concerned with presenting practical advice on the
way of life a Christian is to follow," (ibid.). Sbr. og J. A. Kirk, „The Meaning of Wisdom in James: Examination
of a Hypothesis,“ New Testament Studies 1969-1979, s. 24-38. Itarlega greinargerð um Ræðuheimildina og
spekibókmenntir og flokka þeirra allt frá Egyptalandi og Mesópótamíu og fram á miðaldir er að flnna í bók
John S. Kloppenborg, The Formation of Q: Trajectories in Ancient Wisdom Collections 1987), s. 263-316.
42 „Jesus as Sage: An Innovating Voice in Common Wisdom,“ í John G. Gammie og Leo G. Perdue ritstj., Sage
in Israel, s. 399.
43 Sbr. Scott, ibid., s. 400.
142