Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2006, Page 160

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2006, Page 160
Þegar áðurnefnd tvö ljóð birtust fyrst hafði Þorsteinn dvalist við nám og störf í Kaupmannahöfn í tæpan áratug og drukkið í sig þá strauma og stefnur sem flestir ungir landar hans þar hrifust af og rekja má til bók- menntafræðingsins og gagnrýnandans Georgs Brandes. Brandes var af gyðingaættum og hafði dvalið í ýmsum löndum við nám og störf og hann var alkunnur fyrir andúð sína á kristinni kirkju og trúarbrögðum yfirleitt. íslensku stúdentarnir í Kaupmannahöfn og Georg Brandes áttu sam- eiginlegan óvin þar sem danska íhaldsstjórnin var. Hún hikaði ekki við að grípa til óþingræðislegra aðgerða til að tryggja sér völdin og hún kom m.a. í veg fyrir að samþykktir alþingis um aukin þjóðréttindi handa íslending- um næðu fram að ganga. Þessi sama stjórn kom í veg fyrir það að Brandes fengi prófessorsstöðu við háskólann sem margir töldu meira en sjálfsagt að hann fengi. Brandes studdi á þessum árum málstað íslendinga og eignaðist af þeim sökum marga aðdáendur og fýlgismenn í röðum íslenskra mennta- manna. Danska heimatrúboðið var sú hreyfing innan kirkjunnar sem harð- ast beitti sér í vörninni fyrir kristni og kirkju og hún varð að sama skapi vinsæll skotspónn þeirra sem lögðu sig eftir því að finna dæmi um það hve kristindómurinn væri kominn í mikla andstöðu við frjálslyndi, um- burðarlyndi og upplýsta mannúðarstefnu aldarinnar. Þessi hreyfing lagði mikla áherslu á kristilegt líferni í anda heittrúarinnar um leið og hún stóð þéttan vörð um lútherskar játningar. Það var einkum kenningin um eilífa útskúfun vantrúaðra sem nefnd var í þessu samhengi. íslendingar í Kaup- mannahöfn voru hjartanlega sammála í andúð sinni á þessari hreyfingu sem talin var vera íhaldssöm í stjórnmálum. Heima á fslandi hafði séra Matthías Jochumsson hafnað kenningunni um eilífa útskúfun vantrúaðra og fengið áminningu fyrir það af biskupi íslands árinu áður en áðurnefnd ljóð Þorsteins komu fyrst út. Ritstjórar Sunnanfara gerðu sér grein fyrir guðlastinu í ljóðunum og 158
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.