Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2006, Page 173

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2006, Page 173
efa um festu tegundanna. Alt þetta hefir umturnað mörgum gömlum hug- myndum og jafnvel þeim, sem djúpt rista í trúarbrögðunum. Ég er alls eigi hræddur við þessar byltingar. Það er sannfæring mín, að alt sé á leiðinni áfram, en ekki aftur á bak. Trúarbrögðin eru að rétta hvort öðru bróðurhönd, guðshugmyndin að hreinsast og stækka... Bráðum verður hætt að telja eiginleika guðs á fingrunum, eins og nú er gert, þó furðanlegt sé. Menn fara smámsaman að sjá, að guð með þeim eiginleikum er ekki annað en stækkaður maður.. Þið, sem haldið dauðahaldi í hvern fornan orðsins bókstaf, eruð í mínum augum hinir óþörfustu menn, enda starf ykkar árangurslítið.20 Guðmundur klykkir út með því að fullyrða að mennirnir verði ekkert óguðlegri fyrir það að þeir öðlist örugga þekkingu á umhverfi sínu. Það mun almennt viðurkennt að séra Matthías hafi verið fyrsti guðfræð- ingurinn á íslandi sem skipaði sér undir svokallaða frjálslynda guðfræði, guðfræðistefnu sem eftir aldamótin 1900 var oft kölluð nýja guðfræðin. Mér vitanlega hefur ekki verið gert ráð fyrir að samhengi hafí verið á milli guð- fræði hans og þeirrar guðfræðistefnu sem þeir félagar Jón Helgason og Har- aldur Níelsson voru í forsvari fyrir við upphaf 20. aldar. Séra Matthías var á þessum árum ekki í miklu uppáhaldi hjá þeim Jóni og Haraldi. Þeir við- urkenndu að vísu snilldina í bestu sálmum hans en sem guðfræðingur var hann ómögulegur í augum þeirra. Þeir vildu helst ekki birta neitt eftir hann í blaðinu Verði Ijós. Matthías hefði því af sjálfum sér aldrei getað haft áhrif á þá Jón og Harald. Af þessu að dæma hafa áhrif hans - í gegnum Guðmund lækni Hannesson - á þróun íslenskrar guðfræði verið umtalsverð. Jón Helgason tók þegar árið eftir deiluna um Þyrna og lífsskoðun þeirra að kynna sjónarmið nýjustu biblíurannsókna í Verði Ijós og Haraldur fór eins og áður segir til Þýskalands í framhaldsnám þar sem hann komst ekki hjá því að setja sig inn í nýjustu rannsóknir á þessu sviði og afleiðingar þeirra fyrir ritskýringu og trúfræði þótt nokkur bið yrði á því að um algera endurskoðun hjá honum yrði að ræða. Áratug eftir deilurnar um Þyrna Þorsteins Erlingssonar skrifa þeir báðir merkar fræðigreinar um nauðsyn 20 Island (111,35) 14. sept. 1898:137-138. 171
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.