Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2006, Blaðsíða 173
efa um festu tegundanna. Alt þetta hefir umturnað mörgum gömlum hug-
myndum og jafnvel þeim, sem djúpt rista í trúarbrögðunum.
Ég er alls eigi hræddur við þessar byltingar. Það er sannfæring mín, að alt sé
á leiðinni áfram, en ekki aftur á bak. Trúarbrögðin eru að rétta hvort öðru
bróðurhönd, guðshugmyndin að hreinsast og stækka... Bráðum verður hætt
að telja eiginleika guðs á fingrunum, eins og nú er gert, þó furðanlegt sé.
Menn fara smámsaman að sjá, að guð með þeim eiginleikum er ekki annað en
stækkaður maður.. Þið, sem haldið dauðahaldi í hvern fornan orðsins bókstaf,
eruð í mínum augum hinir óþörfustu menn, enda starf ykkar árangurslítið.20
Guðmundur klykkir út með því að fullyrða að mennirnir verði ekkert
óguðlegri fyrir það að þeir öðlist örugga þekkingu á umhverfi sínu.
Það mun almennt viðurkennt að séra Matthías hafi verið fyrsti guðfræð-
ingurinn á íslandi sem skipaði sér undir svokallaða frjálslynda guðfræði,
guðfræðistefnu sem eftir aldamótin 1900 var oft kölluð nýja guðfræðin. Mér
vitanlega hefur ekki verið gert ráð fyrir að samhengi hafí verið á milli guð-
fræði hans og þeirrar guðfræðistefnu sem þeir félagar Jón Helgason og Har-
aldur Níelsson voru í forsvari fyrir við upphaf 20. aldar. Séra Matthías var
á þessum árum ekki í miklu uppáhaldi hjá þeim Jóni og Haraldi. Þeir við-
urkenndu að vísu snilldina í bestu sálmum hans en sem guðfræðingur var
hann ómögulegur í augum þeirra. Þeir vildu helst ekki birta neitt eftir hann
í blaðinu Verði Ijós. Matthías hefði því af sjálfum sér aldrei getað haft áhrif á
þá Jón og Harald. Af þessu að dæma hafa áhrif hans - í gegnum Guðmund
lækni Hannesson - á þróun íslenskrar guðfræði verið umtalsverð.
Jón Helgason tók þegar árið eftir deiluna um Þyrna og lífsskoðun þeirra
að kynna sjónarmið nýjustu biblíurannsókna í Verði Ijós og Haraldur fór
eins og áður segir til Þýskalands í framhaldsnám þar sem hann komst ekki
hjá því að setja sig inn í nýjustu rannsóknir á þessu sviði og afleiðingar
þeirra fyrir ritskýringu og trúfræði þótt nokkur bið yrði á því að um algera
endurskoðun hjá honum yrði að ræða. Áratug eftir deilurnar um Þyrna
Þorsteins Erlingssonar skrifa þeir báðir merkar fræðigreinar um nauðsyn
20 Island (111,35) 14. sept. 1898:137-138.
171