Skagfirðingabók - 01.01.1975, Blaðsíða 20
skagfirsingabok
tóftarvegg, sem þeim var falið til flutnings, þá vitsmuni, sem þar
stóðu að baki. Jón vissi mætavel, að ratvísin var ekki eign gæð-
inga einna. Honum var og flestum Ijósara, að þarfasti þjónninn
var ekki aðeins þarfur, þegar hann lagði fram íþróttir gæðingsins
— snillingsins. Þó munu fáir hafa heimtað fyllri gjöld þeirrar
vináttu en Jón, þegar hann leitaði eftir íþróttum þeirra. Þá kaus
hann þann hlut gæðingsins, að ekki væri skammtað til leifa. Þá
skyldi það allt lagt fram, sem getan réð yfir. Dá flestir enn, sem
sáu þann samstæða glæsibrag.
Þau Jón og Sólveig settu bú saman í Sölvanesi vorið 1889.
Hvarf þá Sigurveig til dóttur sinnar og átti þar athvarf til leiðar-
loka. Mun fjárhagurinn hafa verið þröngur, — bústofninn aðeins
5j/2 hundr. Aratugurinn 1880—90 er einn hinn harðbýlasti í sögu
19. aldarinnar. Hann bjó því lítt í hendur frumbýlingum. Jón
mun ekki hafa flutt auð úr garði þar á Alfgeirsvöllum, þótt Pétur
væri talinn efnaður, meðan hann hélt fullri hreysti. Systkinin voru
átta og féll því ekki gildur sjóður í hvers hlut, enda óvíst, hversu
jöfn þau skipti hafa orðið, og kemur jafnan margt til á slíkum
skiptafundum. Ekki er heldur líklegt, að lausamennskuár Jóns
hafi reynzt honum vænleg til auðsöfnunar og þó að námsárinu
ógleymdu. Sú saga er flestum kunn frá mótum æsku og þroska.
Það litla, sem þau Jón og Sólveig gátu talið til eignar, voru fáein-
ar kindur, sem féllu í hlut Sólveigar í arf eftir gamlan vinnumann
á Mælifelli, sem þar hafði dvalið uppvaxtarár hennar og unni
henni sem eigin afkvæmi og arfleiddi hana.
Jarðnæði þeirra hjóna fyrstu búskaparárin reyndust þeim að-
eins tjöld til einnar nætur. I Sölvanesi bjuggu þau eitt ár. Þar
fæddist fyrsti sonurinn. Vorið 1890 fluttust þau að Löngumýri í
Vallhólmi og bjuggu þar næsta ár. Þar hækkar tíundin í 7 hundruð.
Þó eru þau þar í tvíbýli.
Árin 1891—97 bjuggu þau í Valadal. Býlið var erfitt, en
fleytti þó allmiklu búi, beitarsælt og landkostir góðir, en engjar
18