Skagfirðingabók - 01.01.1975, Blaðsíða 174
SKAGFIRÐINGABÓK
skorið, þar eð nefndarmenn úr Vesturfljótum voru ekki viðstaddir
á fundinum, en þeir, sem mættir voru, álitu heppilegast að koma
á fundi hreppsbænda sem allra fyrst.2
Til bændafundar var boðað með bréfi 7. febrúar, og skyldi
fundurinn haldinn að Stórholti þann 14. febrúar. Með fundarboð-
inu var sent út fylgiskjal, hugleiðingar hreppsnefndarmanna á
fundinum 7. febrúar um hugsanlega skiptingu hreppsins, og er
skjalið birt hér óstytt:
„Hugleiðing um skiptingu Holtshrepps í 2 sveitarfjelög:
Mál þetta mun að einhverju leyti hafa vakað í huga hins skýra
og skarpskygna sveitarstjóra sr. Jóns sálaða Norðmanns jafnvel
þó hann aldrei bæri það upp til íhugunar fyrir almenning, — en
aðalorsökin til að það nú er komið í hreifíngu mun þó vera sú.
að vikið er orðum á það í Sýslumannsbrjefi um þinghús hrepps-
ins til oddvita næstl. sumar, er álíta má sem bendingu um, að mál
þetta sje hugleitt áður en þinghúsmálinu sje ráðið til lykta.
Það sem mælir með því, að skipta hreppnum í 2 sveitarfjelög
virðist sjerílagi að vera það, að stjórn allra sveitarmála yrði mikl-
um mun auðveldari og fyrirhafnarminni; nákvæmari og betri
jöfnuður fengist líklega á sveitarútsvörum og minni tvídrægni og
tvíveðrungur kæmi í ljós við ýmsar kvaðir sveitarinnar í litla
hreppnum heldur enn þeim stóra. Skiptingin kynni líka að geta
komið á stað bróðurlegri keppni til ýmislegra framfara sem gætu
orðið sveitinni í heild sinni til þrifa og hagsældar. Það sem á móti
skiptingunni er sýnist apmr á móti einkanlega að vera það, að
fjelagð verður minna og óöflugra til að taka á móti tilfinnanleg-
um áföllum af skiptjóni, sem sorgleg reynsla undanfarinna tíma
segir að ætíð megi búast við hjer og sem þá auðveldlega gæti
komið að öllu leyti niður á öðrum hlutanum. Með tilliti til þess
á aðra hlið, að forstaða sveitarmála hefir reynst hjer nú á seinni
árum fremur erfið, stundum jafnvel óánægjuleg, en á hina hlið-
ina aptur einsog reynslan sýni og sanni allvíða, að hin litlu sveitar-
fjelögin þrífist best, þá væri nú samt máskje formandi að hluta
172