Skagfirðingabók - 01.01.1975, Blaðsíða 46
SKAGFIRÐINGABÓK
víkja að því, áður en ég lýk þessu stutta ávarpi og benda á tengsl
þess við íslenzka landnámssögu með upphaf sitt og nokkrar for-
sendur í þessu héraði.
Þegar minnzt er fyrstu mannvistar í landi, kviknar harðfylgin
forvitni á því, hver var ásýnd þess, er blasti við augum landnema,
hvers konar menn voru þeir og hvaða kenndir bærðust í brjóst-
um þeirra? Kennum við ef til vill ennþá á meðal okkar nokkurt
svipmót geðs og gerðar, er þangað má rekja?
Fáar þjóðir eiga slíkan dýrgrip heimilda um landnám sitt sem
Islendingar. Því er oft borið við, að Landnámabók sé þurr og lítt
fýsileg aflestrar. Hitt mun sönnu nær, að fáar heimildir fornar
úr íslenzkri sögu ögra svo forvitni sem Landnáma, og ekki dreg
ég í efa að árið að tarna hafi orðið mörgum íslendingi hvatning
til að rifja upp eða kynna sér í fyrsta skipti þessa forvitnilegu
heimild um uppruna sinn.
Landnám í Skagafirði er trúlega ekki að ráði frábrugðið því er
gerðist í öðrum héruðum landsins, og má því vera dæmi um
margbrotin örlög landnámsmanna, fjölbreytilegan uppruna
þeirra, bæði að ætt og löndum, þó að hann yrði einn í og með
landnámi, skemmtilega sundurleit viðbrögd og ýmislega skapgerð.
Hér yrði of langt mál upp að telja dæmi alls þessa og margir
vindar blésu í segl þeirra. Sumir komu þeir af einni saman fýsi
sinni, sumir landflótta menn og útlagar, sumir víkingar í leit að
sjálfum sér, sumir leysingjar með nýja trú og von í brjósti sínu.
Sumir voru þeir þýbornir, sumir röktu ættir til víkinga, jarla
og konunga, jafnvel risakonunga og fornra kappa. Þeir voru og
af mörgum þjóðum og sumir kallaðir svenskir og gauzkir, suður-
eyskir og flæmskir og áttu frændur og venzlamenn um Norður-
lönd öll, Færeyjar og Garðaríki og færðu brátt út frændgarð sinn
allt vestur um haf frá Islandi.
Hér á þessum stað fer dável á því að geta þess fyrst um hátterni
þeirra, að þeir voru skartsmenn svo miklir, að þar hugðu menn
að Æsir færu, er synir þess manns, er nam Hjaltadal og bjó að
44