Skagfirðingabók - 01.01.1975, Blaðsíða 114
SKAGFIRBINGABÓK
in fyrir opnu hafi til norðurs og norðvesturs. Víða er aðgrunnt og
fjörur grýttar,11 og því erfiðleikum og lagi háð að halda þaðan
út bátum, sem þó var lengi gert. Nokkur stöðuvötn eru í Fljótum,
og er álitið, að sveitin sé nefnd eftir þeim fremur en fallvötn-
um.12 Mest vatnanna er Miklavatn, milli Austur- og Vesturfljóta.
Vatnið er í lögun eins og fjörður, en hár malarkambur, Hrauna-
möl, skilur það frá sjó. Ur vatninu rennur til sjávar um
Hraunaós, sem var við Haganes allt til ársins 1894, en lokaðist
þá og hefur síðan verið á sífelldri hreyfingu. I Miklavatn renna
nokkrar ár, en mest þeirra er Fljótaá, sem rennur eftir Austur-
fljótum og heitir Stífluá framan við Stífluhóla. I ána renna fjöl-
margar þverár. Mörg smærri vötn eru í Austurfljótum, m. a. var
áður dálítið vatn í Stíflu, Gautastaðavatn, en Stífludalurinn er nú
allur undir vatni, enda var hann gerður að uppistöðulóni fyrir
raforkuverið við Skeiðsfoss á árunum 1944—45.13
I Vesturfljótum eru helztu vötn Hópsvatn og Flókadalsvatn,
en í þau rennur Flókadalsá með fjölmörgum þverám.14
Fljótin eru gróðursæl sveit og voru löngum þéttbýl, en vetur
eru þar tíðum mjög harðir og fannfergi gífurlegt. Snjóþyngslin
verða þó oft til þess að bjarga túnum frá kali á hörðum vorum.
Víða eru hlunnindi og önnur landgæði. Fáeinar jarðir eiga land
að sjó, en frá sjávarjörðunum var löngum stundað mikið útræði
til hags fyrir sveitina alla. Fjölmargar jarðir eiga land að ám og
vötnum, og hefur silungsveiði í lagnet og með fyrirdrætti verið
til nokkurra búdrýginda.15
Víða er hiti í jörð og í Fljótum eru taldar alls 14 laugar með
heitu vatni, helmingur þeirra í Austurfljótum, hinn helmingurinn
í Vesturfljótum.16 Ekki eru heimildir um, hvort eða hvernig jarð-
hiti hefur verið nýttur á 19. öld, nema þar sem sundíþrótt kemur
við sögu (sjá kafla um félagsmál), en á árunum 1890—1900
munu hafa verið gerðar sundlaugar og sund kennt á þremur stöð-
um í Fljótum, á Lambanesreykjum, Barði og við Gil.17 Annars
er að engu getið nýtingar hitans, en líklegt má telja, að vatnið
hafi verið notað til þvotta, þar sem laugar voru nærri bústöðum
manna.
112