Skagfirðingabók - 01.01.1975, Blaðsíða 190
SKAGFIRÐINGABÓK
mínar frá Miklabæ, enda er stutt á milli bæjanna og voru sam-
göngur mjög tíðar, auk þess sem Guðrún var „ljósa“ okkar yngri
systkinanna.
Hún var Ijósmóðir hér í sveitinni um 30 ára skeið. Tókst henni
starfið frábærlega vel; aldrei dó kona hjá henni af barnsburði.
Hún annaðist mjög vel um móður og barn, talaði kjark í konurn-
ar, skýrði fyrir þeim atburðinn og dreifði áhyggjum móðurinnar
með samræðum um liðin starfsár og einnig um málefni líðandi
smndar í hinu daglega lífi sveitarinnar. Hún var sjálfkjörin
hjúkrunarkona sveitarinnar, ef veikindi bar að höndum; hennar
líknarhendur veittu fyrstu hjálp, ef slys bar að höndum; það
fylgdi henni öryggi inn á heimilin, kjarkurinn og dugurinn og
örvandi framkoma, höfðu friðandi áhrif á fólkið.
Eg minnist þess, er faðir minn lá mjög veikur í lungnabólgu,
þá hjúkraði Guðrún honum af mikilli nákvæmni, sem átti ríkan
þátt í bata hans.
Hún var aufúsugestur á Miklabæ, við hópuðumst í kringum
hana, systkinin, því hún var mjög barngóð. Hún sagði okkur
sögur og ævintýri, drauma og ýmsar sagnir og merka atburði,
sem hún hafði sjálf lifað, eða haft sagnir af. Þetta var allt vel þeg-
ið hjá okkur börnunum og auðgaði hugmyndaflug okkar og
draumaheima.
Guðrún var mikill dýravinur, hún var sjálfsögð allsstaðar þar,
sem hjálpar var þörf við fæðingu hjá skepnunum og ávallt far-
sæl í starfi.
Oft hefir Guðrún orðið að leggja hart að sér í sínu starfi;
heimilisástæður ekki ævinlega góðar, börnin átta, og veikindi
heimsóttu fjölskylduna. En heimilið var samstætt og hjálpaðist
að. Enda stóð aldrei á aðstoð Guðrúnar, ef nágrannar hennar
voru hjálpar þurfi. Þá var hún fórnfús og úrræðagóð.
Guðrún var í hærra meðallagi á vöxt, þrekvaxin og samsvar-
aði sér vel; hún var fríðleikskona, mjög tilkomumikil, svipurinn
hreinn og djarflegur, mótaður af dugnaði og kjarki.
Móðir mín sagði, að sér hefði orðið starsýnt á hana við fyrstu
sýn, fyrir hvað hún var gjörvileg og færði mikla persónu.
188