Skagfirðingabók - 01.01.1975, Blaðsíða 97
ÞEGAR DROTTNINGIN STRANDABI
Það fór nú svo að hlutaðeigandi ræðismaður og vátryggingar-
félag togarans létu sér ekki nægja framburð skipstjóra og stýri-
manns um strandið. Að tilstuðlan þeirra kom því á strandstaðinn
í vikulokin björgunarskip frá Akureyri, Svava að nafni. Hafði það
með sér kafara til nánari athugana á strandaða togaranum. Tókst
honum um háfjöru að rannska botn skipsins. Kom þá í ljós, að
það lá alveg óbrotið á flösinni, en botnlokur þess höfðu verið
dregnar frá að innanverðu af mannavöldum. Heppnaðist kafaran-
um að koma botnlokunum aftur á sinn rétta stað og fá sjónum
dælt úr togaranum. Hóst þá að nýju vinna heimamanna við hið
drottningarlega skip. Dag og nótt var kolum mokað í sjóinn og
niður í báta, þegar til staðar voru við skipshlið. Mun kaup heima-
manna í þessari lotu hafa, að ráði sýslumanns, verið sá hluti kol-
anna, sem á land náðist. Þessi síðasta skorpa við strandið var
óneitanlega hörð, en gaf líka mikið í aðra hönd. Þegar búið var
að létta af togaranum öllu því, sem til náðist, dró hjálparskipið
Svava hann auðveldlega út af klöppinni. Það síðasta, sem við sá-
um af drottningunni, var það, að hún lónaði í léttum sunnanblæ
og í eftirdragi austur yfir fjörðinn í áttina til AJtureyrar.
Það varð yfirmönnum togarans dýrt spaug að hafa í örvænt-
ingaræði dregið botnlokur frá og hleypt sjó í skipið. Páll Vídalín
sýslumaður skýrði föður mínum síðar írá því, að þeir hefðu í
heimalandi sínu hlotið refsivist fyrir tiltækið, skipstjóri 6 og stýri-
maður 3 mánuði. Mátti því segja, að þetta meinhæga strand end-
aði með skelfingu, hvað þá snerti.
A tíunda degi frá strandinu, mánudaginn 24. ágúst, fór fram
uppboð strandmunanna að Kelduvík. Stjórnaði því Páll Vídalín,
sýslumaður Skagfirðinga. Hafði uppboðið verið rækilega auglýst
á Sauðárkróki, Akureyri, Skagaströnd, Blönduósi og víðar. Mikið
fjölmenni kom á uppboðsstaðinn og ýmsir voru þar nokkuð við
skál. Innheimtumaður seldra muna var skipaður Kristján Gísla-
son, kaupmaður á Sauðárkróki. Gjaldfrestur var veitmr til 5. októ-
ber næstkomandi. Innheimtulaun voru 4%, en 2%, ef greitt var
við hamarshögg. Aðallinn af því selda var það, sem hér verður
talið: 56 tunnur af salti, 2 í númeri, á kr. 1,00 til kr. 2,19 númer-
95