Skagfirðingabók - 01.01.1975, Blaðsíða 51
ELLEFU ALDA MANNVIST í LANDI
ugur Þorfinni karlsefni, að öllum líkindum í vinfengi við hann.
Ef tengsl heimilda um báða Bjarna og Karlsefni eru mjög náin,
þyngir það áherzlu höfundar á manngildi og jafnrétti. Ef svo er
ekki, má ætla þeim víðtækara gildi í samtíð höfunda.
Eg spurði í upphafi máls míns, hvort þess kyns mannlíf hefði
dafnað á Islandi, að landnám þess væri hátíðarefni að liðnum
ellefu öldum. Eg vakti og athygli á vandkvæðum þess að bera
saman mannlíf á ólíkum stöðum og tímum. Þó ætla ég, að ferill
Þorfinns karlsefnis heimili slíkan samanburð. Þessi forsjáli, hug-
kvæmi, góðgjarni maður hvarf frá landnámi í Vesturheimi, lán
hans allt og niðja hans var á Islandi. Niðjum frænda hans og
mága, er freistuðu landnáms utan Islands á sama tíma var ekki
gefinn kostur á því að fagna vist í landi sínu að ellefu öldum
liðnum og heimildir um líf þeirra eru frá fyrsta fari hlaðnar
skelfingu og geigvænlegum fyrirboðum.
Kynni mín af öðrum þjóðum eru takmörkuð og ég veit með
fullum sannindum, að enginn getur sett sig í annars spor, sízt af
einni saman aðfenginni þekkingu. Þó er ég þakklátur fyrir að
vera Islendingur, og ég trúi því, að mat Bjarna Grímólfssonar á
manngildi og máldagi Þorfinns karlsefnis og háseta hans gildi
enn í hugum Islendinga, sem ætla niðjum sínum vist í landinu:
Að allir skuli eiga óskertan rétt á lífi, hvort sem þeir eru mikils
eða lítils háttar, og allir skuli eiga jafnan rétt á því, er fcest gœða.
Eg lýk máli mínu með því að minnast þeirra gæða, sem ég tel
Islendingi dýrmætust og komu, eftir því sem verða mátti, til skipta
þegar á dögum Höfða-Þórðar, Þorvalds sonar hans holbarka, Þor-
finns sonarsonar hans í Glaumbæ og Guðríðar konu hans og niðja
þeirra og annarra landnámsmanna lið eftir lið, hvort sem þeir
voru prúðir og búnir við skart sem Hjaltasynir eða snauðir, sótugir
og orðfrakkir við afl í smiðju sem sveinninn Hallgrímur öldum
síðar. Þau gæði eru að vera borinn og fóstraður með þjóð, sem
mælir á eina tungu, á sameiginlega sögu, sameiginlega menningu,
sameiginlegan uppruna og býr við náttúrleg landamæri í landi,
4
49