Skagfirðingabók - 01.01.1975, Blaðsíða 98
SKAGFIRÐINGABÓK
ið; 6 föt af lifur, á kr. 0,25 til kr. 1,60 hvert fat; 45 tunnur af
fiski, á kr. 0,50 til kr. 1,50 hver tunna; 16 tunnur af saltfiski,
hver á kr. 4,00 til kr. 9,35; 8 númer tómar tunnur, 5 í númeri, á
kr. 3,00 til kr. 6,30, hvert númer; 17 númer af timbri, á kr. 1,00
til kr. 13,20 númerið. Togvarpa skipsins vat seld á 14 krónur.
Flest númer, samtals 16, keypti Arni Guðmundsson, bóndi í Vík-
um á Skaga. Næstir komu Jón Olafur Stefánsson, kaupmaður á
Blönduósi, og Karl Berndsen, kaupmaður á Skagaströnd, annar
með 15 og hinn með 14 númer. Alls voru lögð fram 124 númer,
sem seldust samtals fyrir kr. 391,60. Verður ei annað sagt en að
Skagamenn og aðrir hafi fengið strandmunina á tiltakanlega lágu
verði.
Þetta hollenzka strand varð flestum Skagamönnum eftirminni-
leg tilbreyting í einangrun útkjálkans. Og þótt það gripi óþægi-
lega inn í engjasláttinn, gaf það mikið í aðra hönd. Ymsir munu
hafa hagnazt vel á því og þá einkum þeir, sem land áttu að strand-
staðnum. Menn fengu lágu verði fisk, kol, ílát og aðra vel þegna
muni. Vegna hógværðar og prúðmennsku höfðu hollenzku sjó-
mennirnir yfirleitt vakið góðar minningar, hvar sem þeir komu
eða fóru. Tiltæki og áföll skipstjórans og stýrimannsins komu því
yfir Skagamenn eins og reiðarslag eða þruma úr heiðskíru lofti.
Þá tók það sárt, að þetta drottningarlega og mannskaðalausa strand
skyldi enda með þeirri harmsögu, sem raunin varð á.
96