Skagfirðingabók - 01.01.1975, Blaðsíða 109
FLJÓT í SKAGAFIRBI Á NÍTJÁNDU ÖLD
og Fljótamenn voru oft allt að einum fimmta hluta allra Skag-
firðinga.
Aður en vikið er að höfuðverkefninu, Fljótum á 19. öld, skal
hér dregin upp nokkur mynd af ástandinu í sveitinni á síðustu
árum 18. aldar með því að birta nokkrar heimildir úr rituðu máli.
Eins og fyrr segir, eru Fljót afskekkt sveit, og það hefur ef til
vill valdið því, að pestir ýmsar og óáran náðu ekki þangað norður,
þótt usla gerðu annars staðar. Frá 1780 er dæmi um þetta í Hún-
vetninga sögu Gísla Konráðssonar, en þar segir svo frá:
„Nú hafði haustið áður lokið fjársýkisslátruninni. Vissu
menn þá ei annað en hvarvetna væri fé heilbrigt. Hafði
hún aldrei komið fyrir utan Höfðahóla í Hegranesþingi,
er takmörk eru Höfðastrandar og Sléttuhlíðar, og þar
því aldrei né í Fljót eður Olafsfjörð í Vaðlaþingi.“1
A þessu sést, að fjársýkin nær ekki nema út á miðjan skagann
milli Skagafjarðar og Eyjafjarðar.
Arið 1783, eitt mesta örlagaár íslenzkrar sögu, segir svo frá
í Espihólsannál, að hákarlsafli hafi verið góður í Fljótum, en „af
hverjum hákarli og hans óhóflega áti meinast þó orsakazt hafa,
að fólk varð bráðkvatt (eður sem líklegt er réttara að segja féll
í dá. Mun margur hafa, soleiðis á sig kominn, af ógætnum almúga
dauður meintur og grafinn verið.“2
Hér er beinlínis gefið í skyn, að fólk hafi verið kviksett í Fljót-
um á þessu ári, en vafasamt hlýtur það að teljast. Hins vegar
sýnir þetta mikla hákarlsát að hart hefur verið til lands og lítill
fæðukostur, því að einungis í neyð gripu menn til þess að borða
nýjan hákarl, enda var sagt, að þannig væri hann eitraður. Þessi
bjargarleið gat þannig leitt til fólksdauða, eins og hér hefur orðið,
en mjög hart var í ári, eins og Saga frá Skagfirðingum lýsir, þar
sem greint er frá árinu 1783:
„Það vor leit út til góðs gróða, en þá kom svo mikið
þokumistur af eldgangi úr Skaftárjökli, að gras allt sviðn-
107