Skagfirðingabók - 01.01.1975, Blaðsíða 74
SKAGFIRÐINGABÓK
var þá í þann veginn að eiga barn, en samt var tekið vel á móti
okkur. Mér var haldið eftir í stofunni, meðan Kristmundi var
sagt, hvernig ástatt væri. Við fengum að borða, og svo var farið
að safna skordýrum við Jökulsá vestari um kvöldið. Guðjón á
Tunguhálsi1 var með okkur og benti okkur á feiknin öll af
kóngulóm í klettunum; kannski hefur honum þótt þetta dreifa
huganum. Ég man enn, hvað ég var hissa á, hve vel skinnskórnir
hans hentuðu honum til hlaupa á klöppunum.
A Tunguhálsi gistum við samt sem áður um nóttina, en daginn
eftir var okkur vísað til Goðdala. Þá var þar enn gamall torfbær.
Við drápum þrisvar á dyr (í nafni föðurins, sonarins og heilags
anda) og var fagnað vel. Þetta var í fyrsta skipti, sem mér gafst
tækifæri til að sofa í torfbæ, enda var iafnvel þá torfbæjum farið
að fækka í Skagafirði. Mér var það ævintýri líkast að sofa í rúmi
í baðstofu í dimmum torfbæ. Mig minnir meira að segja, að spón-
unum væri komið fyrir á veggnum í „húsi“ því, sem við borðuð-
um í. Hér sem annars staðar vorum við aufúsugestir og einskis
krafizt fyrir greiðann, okkur var það í sjálfsvald sett, og auðvitað
borguðum við fyrir okkur, en á þessum árum var fimm krónu
greiðsla fyrir tvo menn ásamt hestum talin sæmileg. Okkur var
sýnd Guðbrandsbiblía, sem geymd var í kirkjunni — og í bæn-
um prjónavél, sem hægt var að prjóna í tuttugu sokka á dag —
tæki, sem ég hafði aldrei heyrt getið um áður.
Daginn eftir riðum við með Jökulsá vestanverðri og sáum,
hvernig blátt bergvatnið rann hlið við hlið með hvítu jökulvatn-
inu án þess að blandast saman við það. Seinna fórum við austur
yfir ána, alla leið fram að Giljum og lengra áleiðis til Þorljóts-
staða, en þá var orðið svo áliðið, að við snerum við. „Klukkan“
var sveitaklukka, sem í þá daga var einum tveim stundum á und-
an réttum tíma, sem kenndur var við „símaklukku“, en sími var
ekki til í dalnum þá. Frá Goðdölum fórum við einnig upp á Goð-
dalakistu og nutum útsýnisins yfir héraðið í norður og til jöklanna
í suðri. Við fengum okkur svo að borða á Ánastöðum (ekki við
1 Jónsson.
72