Skagfirðingabók - 01.01.1975, Blaðsíða 64
SKAGFIRÐINGABÓK
eftir 1553 verður Helga ekkja eftir séra Þorstein og á þá korn-
unga dóttur, Guðríði, sem gæti verið fædd um það leyti, og af
öðrum börnum þeirra er kunnur Olafur, sem ætla má að sé með
elztu börnunum, fæddur nálægt 1535. Skömmu eftir, eða um 1555,
kann að vera, að Helga giftist aftur Einari bónda á Gunnsteins-
stöðum Bessasyni, fyrrnefndum, sem þá hefði átt að vera ekkju-
maður, á svipuðum aldri sem hún, en missi hann eftir fá ár. Þá
giftist hún um 1565 Bergþóri Grímssyni, sem ekki er vitað, að
hafi verið kvæntur áður, efnuðum manni, sem hefur verið á svip-
uðum aldri sem hún. Bergþór kaupir sér og konu sinni próventu
á Hólum hjá Guðbrandi biskupi árið 1581. Það er mjög senni-
legt, að það sé Guðríður stjúpdóttir Bergþórs, sem biskup á við
með þessari klausu í bréfabók sinni:
„Lofaði ég henni Guðríði Þorsteinsdóttur um árið 3 hundruðum
til giftingar.
Nú þar af hefur Þórður Halldórsson lukt einn hest
fyrir kúgildi, en eftir standa
2 geldfjárhundruð. Standa þau enn ógoldin.
Skráð anno 1582.“
Það kemur einmitt vel heim, að þau Bjarni Vigfússon og Guð-
ríður hafi gifzt um eða skömmu fyrir 1580.
Þórður Halldórsson bjó á Staðarfelli á Fellsströnd og var kvænt-
ur Björgu Jónsdóttur, náfrænku biskups. Hann hefur verið um-
boðsmaður biskups á Vesturlandi, og styrkir það tilgátuna um
það, að um Guðríði konu Bjarna hafi verið að ræða, að Þórði
skyldi vera falið að afhenda hundruðin, en Bjarni virðist hafa búið
í Borgarfirði.
Þórunn Jónsdóttir
systir séra Þorsteins, líklega þess, sem nefndur var „prestlausi“ og
sem var prestur á Höskuldsstöðum, Jónssonar, átti 3 börn, sitt
með hverjum manni, eftir því sem ættartölur herma. Sennilega
hefur hún fyrst átt dótturina með Ara lögmanni Jónssyni, líklega
62