Skagfirðingabók - 01.01.1975, Blaðsíða 178
SKAGFIRBIN GABÓK
„1. Holtshreppi í Skagafjarðarsýslu skal skipt í tvö
sveitarfjelög, þannig að Holtssókn og Knappstaðasókn
verði hreppur út af fyrir sig og nefnist Holtshreppur og
Barðsókn verði hreppur útaf fyrir sig og nefnist Haga-
neshreppur.
2. 011um eignum, skuldum og sveitaþyngslum hins nú-
verandi Holtshrepps, þeim er verða, þegar skipting fer
fram, skal skipt milli hinna nýju hreppa, þannig að 6/i 1
komi í hlut hins nýja Holtshrepps og 5/n í hlut Haga-
neshrepps, og eptir sama hlutfalli skal skipta sveitar-
þyngslum þeim, er síðar kunna til að koma og eiga rót
sína í fjelagsskap þeim, sem hingað til hefir átt sjer stað
milli hinna nýju hreppa.“9
Síðan er þess getið, að aðskilnaður hreppanna skuli fara fram,
þegar amtið hafi ákveðið tölu hreppsnefndarmanna í hvorum
hreppi og kosning þeirra hafi farið fram. Hreppsnefndir sjái síðan
um skiptingu ýmissa sameiginlegra mála, og sýslunefnd skeri úr,
ef ágreiningur verði. Loks segir, að með breytingu þessari verði
engin röskun á Holtshreppi hinum forna sem manntals- eða dóm-
þinghá.10
Um áramót 1897 og 1898 kom breyting þessi til framkvæmda,
og voru nú orðnir 2 hreppar í Fljótum, Haganeshreppur og Holts-
hreppur, en mörkin milli þeirra voru dregin með beinni línu milli
fjallseggjar og Fljótaár á milli bæjanna Hamars og Sléttu, skammt
sunnan við enda Miklavatns.11
Skiptingin olli miklum breytingum á stjórnsýslu sveitarinnar,
og þingstaðir urðu tveir. Holtshreppur átti áfram þingstað á hinu
forna setri Stórholti, en þingstaður Haganeshrepps varð í Efra-
Haganesi. Tvær aðskildar stjórnir sáu nú um málefni sveitarinnar
í stað einnar áður, en þessu fylgdi það hagræði, að stjórnsvæði
hvorrar um sig varð nú minna og viðráðanlegra en verið hafði
með hinni gömlu skipan.
Yið skiptingu í tvö sveitarfélög var sú hætta fyrir hendi, að múr
176