Skagfirðingabók - 01.01.1990, Blaðsíða 14
SKAGFIRÐINGABÓK
hafa átt að baki lengstan embættisferii þeirra presta, sem þá
voru starfandi innan íslenzku þjóðkirkjunnar.
Jafnframt því að þjóna Miklabæjarprestakalli (Miklabæjar-,
Silfrastaða- og Flugumýrarsóknum), var hann einnig um árabil
kvaddur til að þjóna öðrum prestaköllum í héraðinu. Þannig
gegndi hann aukaþjónustu í Glaumbæjar- og Víðimýrarsókn-
um frá 1. október 1935 til fardaga 1938 og aftur frá því í júní
1941 til 1. júní 1943, í Rípursókn frá því í desember 1935 þartil
í júní 1940 og í Goðdala- og Abæjarsóknum frá 1938-40. En
séra Lárus var ötull og ódeigur ferðamaður og taldi aldrei eftir
sér að skjótast nokkrar bæjarleiðir, þótt ærið væri að starfa
heima fyrir, því að jafnframt prestsstörfunum rak hann
umfangsmikinn búskap á Miklabæ.
Fiinn 30. júní 1923 kvæntist séra Lárus Guðrúnu Björnsdótt-
ur, prests og prófasts á Miklabæ og konu hans, Guðfinnu Jens-
dóttur, og leitaði því ekki langt yfir skammt að kvonfanginu.
Voru þau hjón vestfirzkra ætta. Séra Björn var sonur Jóns
bónda í Broddanesi Magnússonar, en móðir hans Guðbjörg
Björnsdóttir bónda í Stóra Fjarðarhorni. Guðfinna var dóttir
Jens bónda í Veðrará innri í Onundarfirði og konu hans, Sigríð-
ar Jónatansdóttur frá Vöðlum. Þau séra Lárus og Guðrún eign-
uðust fjóra syni, og eru þrír þeirra á lífi: Séra Stefán, prestur að
Odda á Rangárvöllum, Halldór og Björn, sem báðir eru búsett-
ir í Reykjavík. Þá átti séra Lárus son með Jensínu Björnsdóttur
frá Miklabæ, séra Ragnar Fjalar, prest við Hallgrímskirkju í
Reykjavík.
Þau séra Lárus og frú Guðrún voru um margt ólíkrar gerðar.
Hann kunni því vel, að um hann gustaði, stóð gjarnan í ýmsu
félagsmálaþjarki og undi sér vel þar sem öldur risu hátt. Frú
Guðrún var hæglát kona, hlý og heimakær. Barst ógjarnan mik-
ið á, en stjórnaði sínu fjölmenna og myndarlega heimili af hátt-
prýði og hógværð. Þótt séra Lárus væri oftsinnis, líkt og Napó-
leon keisari, einhvers staðar úti að stríða, haggaðist ekkert
heima fyrir. Öllum þótti gott að koma að Miklabæ, enda var þar
12