Skagfirðingabók - 01.01.1990, Blaðsíða 188
SKAGFIRÐINGABÓK
inn vildi láta pund á móti pundi, en það vildi Sigurður ekki, svo
hann kom heim með ullina. Þótti kaupmanni þetta illt því ullin
var falleg.
Oft kom það fyrir, að menn, bæði vegna heyskorts og bjarg-
leysis, tóku ær að burði komnar og skáru til að bjarga heimili
sínu frá hungri. Man eg eftir því, að vorið 1887, 17. maí, gerði
aftaka stórhríð, er stóð í viku. Þá voru hey öll þrotin, og hvergi
fékk tittlingur í nef sitt fyrir snjó. Þá gróf eg mig daglega niður
á auða jörð og yrjaði upp með skóflu hrís og brokhey og til-
reiddi það handa skepnunum. Lifðu skepnurnar vel á þessu, því
kraftur var í hrísinu og græn strá í brokinu. Þá fyllti hann fjörð-
inn af ís. Var þá algjört bjargleysi fyrir menn líka. Eg átti fjóra
potta af rúg og dálitla mjólk, en það nægði lítið eingöngu, og þá
skar eg eina ána mína og viku seinna þriggja vetra fola. Kjötið af
þeim var soðið og soðið drukkið með. Sama og þetta gjörðu
margir, en fjöldi manns drápu skepnur sínar vegna heyskorts.
Þó að góða tíð gerði eftir þetta áfelli, náðist engin björg úr
Drangey vegna íssins, en þegar hann lónaði frá, hýrnaði yfir
björg þaðan.
Veturinn 1870 var matarlaust í Hofsósverzlun. Var þá
skömmu eftir nýár gerður út sexæringur til ferðar norður á
Akureyri eftir kornmat. Verður ekki sagt, að álitlegt hafi verið
að leggja í svo langa sjóferð um þennan tíma árs, en neyðin rak
menn á stað. V ar fenginn sexróinn bátur stór og góður, er bónd-
inn í Vatnskoti í Hegranesi átti.5 Formaður var Sölvi Olafsson
bóndi á Þönglaskála. Við vorum níu á. Við lögðum á stað héðan
snemma morguns í janúarmánuði og náðum að Siglunesi. Þar
vorum við í viku hríðtepptir. Þegar upp birti, héldum við til
Akureyrar og vorum þar í viku. Með okkur voru sendir pening-
ar o.fl. til að verzla með, og þegar allt var komið í eitt, voru það
16 tunnur af mat og auk þess dálítið af kaffi og sykri, sem við
5 í Vatnskoti bjuggu tvenn hjón 1870, Guðmundur Kristjánsson og Ingibjörg
Sigurðardóttir og Sigurður Stefánsson og Þorbjörg Guðmundsdóttir.
186