Skagfirðingabók - 01.01.1990, Blaðsíða 93
EINN VETUR í EYHILDARHOLTI
eftir ÞORBJÖRN KRISTINSSON
Haustið 1938 réðumst við Ragnar Hansen, vinur minn og
skólabróðir, sonur Friðriks Hansens kennara, vetrarmenn að
Eyhildarholti til Gísla Magnússonar bónda þar. Um svipað
leyti birtist í vikublaðinu Tímanum sú frétt, að tveir ungir og
efnilegir piltar hefðu ráðizt að áðurnefndum bæ til þess að
stunda fjárræktarnám, en Gísli var þjóðkunnur á því sviði og
fleirum, og verður nánar vikið að því síðar. Kaup okkar skyldi
vera 100 kr. fyrir hvorn yfir veturinn. Líklega hefir ráðningar-
tíminn náð fram í maímánuð. Þóttu þetta mjög þokkaleg laun,
enda vorum við hæstánægðir með þau, þar sem við gátum
naumast talizt fullgildir menn. Eg var þá orðinn 16 ára gamall,
en Ragnar var tveim árum yngri. Ekkert man ég eftir ferðalag-
inu, við höfum þó trúlega farið í bíl, en hitt man ég, hve okkur
var forkunnar vel tekið. Það sem mest vakti athygli okkar, var
hinn mikli fólksfjöldi, sem var á þessum bæ, en margt af því var
nú ekki hátt í loftinu, og mun ég nú, áður en lengra er haldið,
gera nokkra grein fyrir heimilisfólkinu á staðnum og styðjast
þar við heimildir Kennaratals. Fyrst vil ég nefna gömlu hjónin,
Magnús Halldór Gíslason, og konu hans, Kristínu Guðmunds-
dóttur. Þeirra einkason var Gísli bóndi, kona hans var Stefanía
Guðrún Sveinsdóttir, og var hún móðursystir mín. Þá koma
börnin, og tel ég þau, ellefu talsins, upp í aldursröð. Elztur var
Magnús Halldór, þá Sveinn Þorbjörn, Konráð, Rögnvaldur,
Gísli Sigurður, Frosti, Kolbeinn, Arni, María Kristín Sigríður,
Bjarni, og yngst var Þorbjörg Eyhildur. Auk þessara hjóna og
91