Skagfirðingabók - 01.01.1990, Blaðsíða 115
SKAGFIRSKIR HÓRKARLAR OG BARNSMÆÐUR ÞEIRRA
Með síðari umsókninni voru sendar nákvæmar upplýsingar
frá presti um dánardægur Ingu og fæðingu barnanna, Jóns og
Ingu. Einnig fylgdi vottorð frá Jóni Erlendssyni hreppstjóra á
Silfrastöðum á þá leið, að Jón Höskuldsson væri duglegasti
bóndinn í sveitinni og borgaði mest í sveitarsjóð. Ekki kæmi því
annað til greina en að leyfa honum að vera áfram við búskap og
til þess þyrfti hann að kvænast Ingibjörgu. Sýslumaður, prestur
og hreppstjóri voru því á einu máli um hjónaband Jóns og Ingi-
bjargar. Amtmaður tók undir það, og gat þess að mörg fordæmi
væru nú fyrir því, að konungur veitti leyfi af þessu tagi. Sem
dæmi nefndi hann Tómas Tómasson hreppstjóra á Nautabúi,
sem hafði fengið leyfi árið áður þótt aðeins væru liðin tæp tvö
ár frá fæðingu hórgetins barns.
Að þessu sinni var fallist á erindið, og konungur skrifaði und-
ir giftingarleyfið 17. maí 1820.1 júlí var það sent áleiðis til amt-
manns og prestur lagði á þau hnapphelduna í Abæjarkirkju 1.
október sama ár, þremur árum og fjórum mánuðum eftir andlát
Ingu Þorfinnsdóttur.9
Um þessa atburði orti Bólu-Hjálmar í Tímarímu hinni nýju,
eftir að hafa átt í útistöðum við Jón, sem hann nefnir Níðing.
Hjálmar lætur vel af Ingu, sem hann nefnir Góðhjartaða, og
segir að eftir að hún fór að eldast hafi ambáttin Illgjörn, það er
að segja Ingibjörg, komið að bæ þeirra, Þrælahóli á Náströnd,
og beiðst ölmusu. Níðingur tók því vel, bauð hana velkomna og
taldi víst að þau ættu vel saman: „satans rétta samgang nú, sam-
9 Annað hliðstætt dæmi úr Skagafirði er umsókn Jóns Þorvaldssonar á Löngu-
mýri 4. ágúst 1826. Hann vildi kvænast vinnukonu sinni, Soffíu Jónsdóttur,
sem hann hafði eignast barn með. Ingibjörg Jónsdóttir eiginkona hans (gift
áður og móðir Jóns Samsonarsonar alþingismanns) var gömul og veik og
fyrirgaf honum brotið, en lést 14. maí 1826. Yfirvöld skipuðu Soffíu þá að
fara af bænum, en Jón þóttist ekki geta fengið jafn duglega ráðskonu nokk-
urs staðar og vildi fá að giftast henni. Vegna þess hve skammur tími var liðinn
frá dauða Ingibjargar var umsókninni hafnað, og þess verður ekki vart að Jón
hafi sótt um á nýjan leik. Sjá ÞI. Kansellískjöl 108: 4. ágúst 1826.
8 Skagfirdingabók
113