Skagfirðingabók - 01.01.1990, Blaðsíða 179
UR GOMLUM BLOÐUM III
Sveinn í Sölvanesi steig frá borði þessa skips, vesturfari á sex-
tugsaldri. Hann hvarf úr íslenzku kirkjubókhaldi ári fyrr, en
kom nú ,heim hingað aftur’, þreyttur maður. Hann barst fram
í sveit og lifði nokkur ár, dó 3. júní 1890 og hulinn moldu 17.
sama mánaðar.
17
Héban eru. engin tíðindi að frétta; tíð hefur verið góð í
sumar og haust þar til rúmri viku fyrir vetur, að hún fór
að gjörast umhleypingasöm, ýmist blotar eða frost og
hríðarköst með talsverðu frosti (mest 9-10 gráður R),
samt er hér rétt að segja snjólaust.
Heimtur hafa hér víða verið heldur í lakara lagi að því
er frétzt hefur, en það má vel hafa rœtzt úr því síðar. Líf
ogfjör manna á meðal er fremur dauft, enda er að búast
við því að vetri að í hugskotum manna sem úti. Ef vel
kynni að vora, þá vœn ekki ólíklegt, að eitthvert líf kynni
að lifna hér hjá oss, því að það vill oft verða, að menn
verða meir á lofti eftir því sem sólin hækkar á lofti.
Þjóðólfur 11. desember 1880
Engin tíðindi að frétta af því að veðrið lék við Skagfirðinga
haustið 1880; og þó: heimtur voru í lakara lagi. Sumarið 1880
var einmunagott, og sauðir hafa vísast ekki sótt í byggð.
Bréfritara varð ekki að þeirri ósk sinni, að vel voraði. Eftir
áramótin skall á iðulaus stórhríð, og hafís hrannaðist inn á
fjörðinn, var þar að mestu viðvarandi fram í ágúst. Sauðburður
misfórst víðast hvar, og lömb króknuðu í norðan kuldaþræs-
ingnum; margir flýðu til Ameríku.
Og ,mislingasumarið 1881’ gekk í garð, kalsamt utan dyra,
og innan stokks ríkti vonleysi; margir lifðu ekki til hausts. ,Ef
12 Skagfirdingabók
177