Skagfirðingabók - 01.01.1990, Blaðsíða 30
SKAGFIRÐINGABOK
látum og þverúðgum jarðarbörnum heilsteypta menn, í
þess orðs beztu merkingu. Og að því er Solveigu áhrærir,
var það látið í veðri vaka, að það sé aðallega tvennt, sem
tefji fyrir þroska hennar - það er mönnum hér í lífi megi
um kenna. — Annað er það, að hún hafi ekki fengið bless-
un kirkjunnar, eins og tíðkast um þá, er deyja; þvert á
móti verið útskúfað. Hitt atriðið, sem tafið hefir þroska
hennar, var hugsunarháttur fólksins: Hvernig kynslóð-
irnar síðan daga hennar hafa hugsað og hugsa til hennar.
í þeirri staðhæfingu felst, að það sé ekki holt fyrir þroska
framliðins manns, að stöðugt sé hugsað til hans eins og
einhverrar óvættar, er ofsæki og geri mein; það sé ekki
holt fyrir þroska manns í því lífi, sem er framhald jarðlífs-
ins, að til hans sé hugsað með andúð og hryllingi af þeim,
sem eftir lifa. I því felst, að hugsun, góð eða ill, geti verkað
eins og lyftistöng eða hömlur á líðan annara manna, á
sama hátt og átök efnisheimsins geta verkað þannig á sínu
sviði.
Hér talar séra Lárus um hjálp við þann, sem er í nauðum
staddur. Það er engin tilviljun. Líf hans allt einkenndist mjög af
hjálpsemi og aðstoð við þá, sem á því þurftu að halda. Þar taldi
hann aldrei eftir sér að kosta öllu til. Og aðild hans að flutningi
á beinum Solveigar sýnir, að sú hjálpsemi náði út yfir gröf og
dauða.
Búskapur
Svo sem áður er að vikið er Miklibær mikil vildisjörð til búskap-
ar. Landið er bæði mikið og gott, og er þó nábýli mikið í
Blönduhlíð, enda sveitin búsældarleg og veðursæl. Munu og
margir, sem til þekkja, geta tekið undir þau orð Sigurjóns frá
Syðstu-Grund að
28