Skagfirðingabók - 01.01.1990, Blaðsíða 95
EINN VETUR I EYHILDARHOLTI
Fjórir elztu bræðurnir eða allir þeir, sem voru komnir yfir
fermingu, voru að heiman í skólum, þess vegna þurfti Gísli
bóndi á aðstoð að halda við fjárhirðinguna. Lék mér nokkur
forvitni á að kynnast þeim manni, sem svo mikið var látið af. A
þessum árum var draumur minn einmitt sá að gerast sauðfjár-
bóndi, og því var sjálfsagt fyrir mig að nota mér þennan vetur
sem bezt. Mér lék nokkur forvitni á að vita, hvar okkur Ragnari
yrði holað niður um kvöldið. Fiér hlyti að vera mikil þröng á
þingi, og niðurstaðan varð sú, að við vorum settir fimm inn í lít-
ið herbergi, og urðum við Ragnar að hafa sinn drenginn hvor
hjá okkur í rúmi. Rekkjunautur minn var Kolbeinn, hann var
nákvæmlega sjö árum yngri en ég, við áttum nefnilega sama
afmælisdag, 17. desember. Ragnar fékk hins vegar Gísla í rúmið
til sín, en hann var elztur þeirra bræðra, er heima voru. Fimmti
maðurinn í herberginu var svo Þorleifur, ungur og skemmtileg-
ur. Eg var fljótur að kynnast þessum frændum mínum, enda
voru þeir mjög opinskáir og blátt áfram.
Margt var skemmtilegt spjallað í herbergi okkar á kvöldin,
þegar við vorum setztir að, því að Þorleifur var kátur og létt-
lyndur. Að sjálfsögðu bar stelpur mjög á góma, eins og títt mun
vera meðal unglingspilta, þó urðum við að stilla þeim umræð-
um í hóf vegna Kolbeins, sem var aðeins barn að aldri. Eftir
spjall langt fram eftir kvöldi sofnuðum við vært.
Gengið til verka
Fyrsta morguninn á hinu nýja heimili okkar fengum við að sofa
út. Um hádegisbilið kom Magnús gamli að máli við okkur og
bað okkur að fara að aka á völl, tókum við því auðvitað vel, enda
hingað komnir til að vinna. Fengum við hest og kerru til um-
ráða, unnum við að þessu nokkra daga og stjórnaði Magnús
alfarið af miklum áhuga og hélt okkur allfast að vinnunni. Þegar
við höfðum unnið að þessu nokkurn tíma, tóku veður að spill-
93