Skagfirðingabók - 01.01.1990, Blaðsíða 53
SÉRA LÁRUS ARNÓRSSON Á MIKLABÆ
mátu hann mest. Hann var fjörmaður á mannamótum, ekki sízt
við öl, og þurfti þó ekki til.
Hann var aldrei efnaður. Launin, bein og óbein, leyfðu það
ekki. Eg hygg, að honum hafi verið ósýnt um allt fjármálavafst-
ur og haft á því lítinn áhuga. Heimilishaldið var kostnaðarsamt,
og hin margvíslega hjálpsemi hans mun óefað stundum hafa
gengið allnærri buddunni. En hann kaus jafnan að sigla djarft,
einnig í þessum efnum. Vel áttu við hann þau orð, sem höfð eru
eftir Robert Ingersoll, að „ef þú átt krónu og þig langar til að
gefa krónu, þá gefðu hana eins og hún væri visið lauf, en þú vær-
ir eigandi óþrjótandi skóga.“
Séra Lárus Arnórsson dó, eins og áður er sagt, 5. apríl 1962.
Hann var jarðsunginn að Miklabæ þann 17. samamánaðar. Séra
Þórir Stephensen flutti húskveðju, en í kirkju töluðu séra Jón
Bjarman, sem flutti bæn, séraBjörn Jónsson, þáprestur í Kefla-
vík, nú á Akranesi, séra Gunnar Gíslason í Glaumbæ, séra
Björn Björnsson á Hólum og séra Sigurður Stefánsson á
Möðruvöllum. Jarðarförin var ein sú fjölmennasta í manna
minnum. Sóknarbörn séra Lárusar og raunar Skagfirðingar allir
fundu, að við þessi leiðarlok voru þeir ekki aðeins að kveðja
kæran vin, heldur og mann, sem í meira en 40 ár hafði með
margvíslegum hætti gert skagfirzkt mannlíf skemmtilegra,
svipmeira og frjórra.
Helztu, heimildir
Guðfræðingatal, Kirkjuritið, Skagfirðingabók 1986. Tíminn: Minningargrein
um séra Lárus Arnórsson eftir Gísla Magnússon í Eyhildarholti, Islenzkar
æviskrár; upplýsingar frá sr. Ragnari Fjalari Lárussyni og Gísla Magnússyni.
51