Skagfirðingabók - 01.01.1990, Blaðsíða 101
EINN VETUR í EYHILDARHOLTI
ana, en konurnar settust á þann aftari. Síðan var haldið af stað
og farið allgeyst, vatn lá víða ofan á ísnum, og fór því brátt að
gefa á sleðann. Konurnar báðu mig að fara ekki svona glanna-
lega, en ég sýndi enga miskunn, og fór bara beint af augum,
enda algjörlega ókunnur leiðinni. Fyrir mér vakti aðeins að
ljúka ferðinni af sem fyrst. Eg vildi gjarnan hafa einhverja skímu
til baka, væri þess kostur. Segja má að stundum væri sleðinn all-
ur á kafi, og gengu boðaföll frá honum á báðar hliðar, eins og
bát í ólgusjó. Þegar konunum skildist, að tilgangslaust var við
mig að tala, fóru þær að ákalla drottin í ákafa, ef vera mætti að
hann vildi eitthvað í málinu gera. Þær reyndu að gefa mér upp
ákveðna stefnu, og ég tók það til greina eftir beztu getu. Um það
ferðinni lauk, vorum við öll orðin rennandi blaut af vatna-
ganginum, og rigningardemburnar sáu um að bleyta okkur að
ofanverðu. Heldur var fátt um kveðjur, er við skildum neðan
við bæinn þeirra. Þegar ég sneri heim var komið svartamyrkur,
og fór ég að hugsa, hvort það gæti orðið svo svart, að ljósið gæti
ekki skinið í gegnum það. Greip ég nú til þess ráðs að láta hest-
inn algjörlega ráða ferðinni, var hann heimfús, og fórum við því
geyst og lukum ferðinni á farsælan hátt heima á hlaði í Eyhildar-
holti.
Niður um ísinn
Komið var fram undir vor, þegar eftirfarandi atburður gerðist.
Við Ragnar, ásamt Þorleifi vinnumanni, vorum á heimleið úr
fjárhúsunum. Allir höfðum við taðpoka á bakinu, en nú var
með minna móti í þeim, þar sem við höfðum komizt að því, að
ísinn á Austurkvísl var orðinn næsta ótraustur. Þess vegna
gengum við ekki saman í hnapp, heldur halarófu. Þorleifur fór
fyrstur og valdi leiðina, þá var ég nokkurn spöl á eftir, en lestina
rak svo Ragnar. Þegar við höfðum skammt farið, heyrði ég eitt-
hvert skvamp aftan við mig og leit við. Sá ég þá, að Ragnar var
kominn niður um ísinn og barðist nú um í vökinni. Eg gekk til
99