Skagfirðingabók - 01.01.1990, Blaðsíða 71
NOFN SKAGFIRÐINGA 1703-1845
óðum að því, að ýmsar nafnmyndanir að erlendum hætti væru
upp teknar, einkum að skíra konur nöfnum, sem ekki höfðu
sjálfstæða merkingu, heldur voru dregin af hliðstæðum karl-
heitum með endingum eins og -ía, -ína, -jana, og -sína. Sums
staðar tók fólk upp á að slengja saman nöfnum, oft mjög álappa-
lega, til þess að láta eitt barn heita eftir fleiri en einni persónu
t.d. foreldrunum. Dæmi af því tagi eru: Sófheidur, Eggþóra,
Eggrún, Lovíshjörn, Hjálmhlíf, Einstínveig, Sveingveldur,
Gudanna, Guðjóný og Hreingrét, en þessi ósköp voru ekki í
Skagafirði 1845.
Landsfólki fjölgaði mikið 1801-1845. Konur í Skagafirði
voru nú orðnar 2078 og karlar 1830. Nöfnum hafði líka fjölgað,
einkum þeim sem voru langt að komin. Konur báru nú 148
nöfn, þar af 72% í A-flokki, en karlar 159, og voru 70% þeirra
í A-flokki. Sókn erlendra nafna er því vel greinanleg, en einkum
þó hitt, hversu margt fólk hét nú nöfnum úr B-flokki, eins og
t.d. Jóhann, Jóhannes, Jónas, Stefán, Anna, María og Lilja.
Aður en lengra er haldið, skulum við enn sjá algengustu nöfn á
landinu öllu (síðari nöfn í sviga):
Konur Karlar
1. Guðrún 4279 (52) 1. Jón 4630 (9)
2. Sigríður 2487 (64) 2. Guðmundur 2012 (5)
3. Margrét 1487 (50) 3. Sigurður 1428 (7)
4. Kristín 1476 (52) 4. Magnús 955 (10)
5. Ingibjörg 1456 (30) 5. Ólafur 914 (9)
6. Helga 1104 (14) 6. Einar 830 (3)
7. Anna 750 (12) 7. Bjarni 825 (5)
8. Guðný 628 (6) 8. Árni 658 (3)
9. Guðríður 621 (2) 9. Gísli 641 (4)
10. Guðbjörg 538 (7) 10. Björn 593 (4)
11. Jóhanna 523 (15) 11. Þorsteinn 562 (4)
12. Þuríður 500 (17) 12. Kristján 506 (22)
13. Halldóra 485 (4) 13. Stefán 470 (5)
14. Þórunn 479 (8) 14. Þórður 428
15. Ólöf 464 (4) 15.-16. Jóhannes 399 (3)
69