Skagfirðingabók - 01.01.1990, Blaðsíða 21
SÉRA LÁRUS ARNÓRSSON Á MIKLABÆ
skáldum þessarar skáldauðugu þjóðar var afi hans. Ekki
miklaðist Lárus af þessari ættgöfgi sinni því ekki talaði
hann ætíð með fyllstu virðingu um afa sinn, en mun þó
með sjálfum sér ekki hafa þótt lítið til koma, sem vonlegt
var. I föðurætt mun Lárus einnig verið hafa vel kynjaður,
og er það skoðun kunnugra manna, að hann hafi þar verið
af ætt, þar sem önnur listhneigð, þ.e. sönglistin, var mjög
ríkjandi. Víst er um það, að meðal þeirra systkina er list-
gáfa rík, Hjálmar, bróðir Lárusar, var skurðhagur, svo
sem var móðurafi þeirra, Ingibjörg, systir hans, rithöf-
undur og Jón bróðir hans söngvinn, raddmaður og
kvæðamaður ágætur. Mun hann, sem slíkur, lengi lifa í
minnum ýmissa góðra Blöndhlíðinga, er honum tókst
bezt upp og hann lét gamminn geisa.
Lárus unni mjög sönglist, þessari göfugustu allra lista
og vafalaust hefði hann kosið að eiga þess kost að stunda
þessa list meir en honum veittist hér í lífi. En eins og áður
er að vikið var lífið naumgjöfult við Lárus og ekki átti
hann þess kost, að þroska þessa listhneigð sína né á annan
hátt að glæða nema lítillega þau hæfileikafrækorn, sem
með honum leyndust. Svo fór þá og um Lárus, að hann
lifði fullkomna mannsævi meðal manna, starfaði og dó -
þannig að hann var af mörgum til vitsmuna vart talinn
fullkomlega maður með mönnum. Að vissu leyti varð
hann skotspónn samferðamanna sinna. En eg held að Lár-
us hafi verið um hæfileika vel jafnoki hvers meðalmanns.
Hann var í bezta lagi orðheppinn. Skapgerð hans var létt
og hann hafði tamið sér að halda hita á sjálfum sér með
gamni og gambri - ef ekki vildi betur, og þar lét hann lítt
hlut sinn, hver sem á móti var. Aldrei hitti eg nafna minn
þannig fyrirkallaðan, að hann gæti ekki tekið gamni og
svarað fullum hálsi í sömu mynt. Hann lét sjaldan lengi
hjá sér eiga. En hitt er skiljanlegt, að hann entist ekki, í
grámósku hversdagslífsins, til þess að leika stöðuglega
19